Banff fjallamyndahátíðin 2010

Hin árlega Banff fjallamyndahátíð verður haldin í sal Ferðafélags Íslands dagana 26. og 27. apríl næstkomandi. Sýndar verða stuttmyndir um afrek og ævintýri fólks sem stundar ýmis jaðarsport eins og fjallamennsku, klifur, snjóbretti, fjallaskíði, fjallahjól, BASE-jumping og ýmislegt fleira. Myndirnar eiga það sameiginlegt að fjalla um
samspil fólks við náttúruna þar sem adrenalín og góð skemmtun er sjaldan fjarri.

– Sýningarkvöldin verða tvö og mismunandi myndir sýndar hvort skipti.- Almennt miðaverð er 1200 krónur hvort kvöld en 2000 krónur fyrir bæði kvöldin saman.
– Dagskrá og nánari upplýsingar: www.isalp.is/banff

Dagskrá Banff fjallamyndahátíðarinnar 2010

Fyrra kvöldið (26/4)
1. Azazel (Big-wall). 22 mín.
2. On Sight (Klifur). 16 mín.
3. Signatures: Canvas of Snow (Skíði). 16 mín.
– Hlé –
4. Revolution One (Unicycle). 11 mín.
5. Mont-Blanc Speed Flying (Kite). 10 mín.
6. First Ascent: Alone on the Wall (Sólóklifur) 24 mín.
7. NWD10: Dust and Bones (Hjól). 15 mín.

Seinna kvöldið (27/4)
1. Rowing the Atlantic (Róðrarafrek). 26 mín.
2. Look to the Ground (Hjól). 5 mín.
3. First Ascent: The Impossible Climb (Klifur). 24 mín.
– Hlé –
4. Hunlen (Ísklifur). 13 mín.
5. Project Megawoosh (Verkfræðihúmor). 5 mín.
6. Committed 2: Walk of Life (Klifur). 21 mín.
7. Re:Sessions (Skíði). 17 mín.