Aðalfundur FBSR

Aðalfundur FBSR var haldinn 27.maí 2010. Fundurinn var vel sóttur en alls sátu hann hátt í 70 félagar ásamt nýliðum.  Fyrir utan venjuleg aðalfundastörf voru ýmis mál rædd undir liðnum Önnur mál og fundi var ekki slitið fyrr en rétt fyrir miðnætti. Á fundinum gengu 15 mjög efnilegir nýliðar inn í sveitina.

Elsa Gunnarsdóttir mun áfram sinna formennsku sveitarinnar. Stefán Þór Þórsson, Elsa Særún Helgadóttir og Jón Svavarsson sitja áfram í stjórn á komandi starfsári. Ásgeir Sigurðsson, Guðbjörn Margeirsson og Guðmundur Arnar Ástvaldsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og þakkar sveitin þeim vel unnin störf. Þeirra í stað koma nýjir inni í stjórn Marteinn Sigurðsson, Agnes
Svansdóttir og Magnús Þór Karlsson.