Snjóbílahelgi í Bláfjöllum

Helgina 30-1. apríl skellti snjóbílahópur sér í Bláfjöll með tryllitækið sitt. Mikil vinna hafði verið lögð í bílinn síðustu vikur, aukatankar höfðu verið festir á og fleira. Það var því spennandi að sjá hvernig breytingarnar reyndust.

 

 

 

 Á laugardag skutlaði Magnús Þór bílnum upp eftir og Steinar og Gulli B1 rúntuðu um fram yfir hádegi þegar Einar Hjörleifs tók við af Gulla. Skyggni var ekkert eins og sést á myndum, þannig að við fórum ekki mjög langt þann daginn. Á sunnudaginn var öllu skaplegra veður, sól og bjartviðri. Því treystum við, Steinar, Einar og Halldór, okkur lengra inn í fjalllendið og náðum nokkrum góðum skíðaferðum. Ekki slæmt það.

Halli kom seinnipartinn, þegar Einar og Halldór fóru heim og tók í bílinn. Þá fór reyndar allt aðeins að klikka, bíllinn ofhitnaði aðeins og glussaslanga gaf sig. Við fórum því stystu leið niður á sjöu. Það varð reyndar stuttur bíltúr, því við vorum rétt lagðir af stað í bæinn þegar við rákumst augun í vélsleða úti í miðju krapalóni. Að sjálfsögðu stóðum við ekki hjá, heldur tókum aftur af og sóttum bílinn. Það kostaði okkur reyndar all nokkuð krapasull og vesen, en gekk allt giftusamlega að lokum.

 

Páskaferð

Núna um páskana verður farið í Skaftafell þar sem menn og konur geta leikið lausum hala. Eins og menn vita þá er í Skaftafelli ógrynni af tindum og miserfiðum leiðum.  Veðurspáin er þannig að næturnar eru blautar og laugardagurinn allur rennandi en aðra daga má búast við smávægilegum skúrum, sem tekur varla að tala um.

Einhverjir hafa nú þegar ákveðið að fara á Hnappavelli og er það vel. Ekki verða ákveðnir brottfaratímar heldur treyst á að þeir sem hafi áhuga á að fara tali sig saman og komi sér á staðinn. Ef menn þurfa að nota bíla sveitarinnar þá þarf að sjálfsögðu að tala við Símon um það.

Andrea Maja Burgherr

 

Fullt nafn: Andrea Maja Burgherr

Gælunafn: Búgi

Aldur: 40 ára

Gekk inn í sveitina árið:  Ég held að það hafi verið 1999

Atvinna/nám: Er smíðakennari og leiðsögumaður að mennt en vinn hjá ferðaskrifstofunni hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Andra Sigurjónssyni og og var að eignastlítinn strák, Thomas, þann 28.2.07. Hann dafnar vel 🙂

Gæludýr: köttur sem heitir Emil

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Búin að vera frekur óvirk undanfarið vegna hnéaðgerðar og óléttu. En er annars í leitarhópnum og bílahóp.

Áhugamál: ferðast náttúrulega innanlands sem og í útlöndum gangandi eða á skíðum. Blak, komst næstum því í landslið ;-), spila á gítar, hitta góða vini

Uppáhalds staður á landinu: Það eru allt of margir staðir en kannski helst Grænalón við Vatnajökul.

Uppáhalds matur: Mér finnst skemmtilegast að smakka sem fjölbreyttastan mat frá mismunandi löndum með framandi kryddum.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Kalt pasta við Fimmvörðuháls þar sem prímus virkaði ekki nógu vel og það var bara pastamauk með ostasósu, oj bjakk!

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Gera góða heimsreisu með fjölskyldunni.

Æðsta markmið: „To live a fulfilling life“

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Þau eru mörg, en yfirleitt eru það ferðir sem voru farnar þar sem veðrið eða aðstæður voru erfiðar og maður kom endurnærður í huganum í bæinn, en líkamlega frekar á þrotum…..


Frakkland, Via ferrata með slökkviliði frá Annecy, 2001


Sviss, Diavolezza: Piz Bernina í bakgrunni, september 2006


Ólétt í desember 2006, komin 8 mánuði á leið


Og hér er sá sem þandi út mallann á mömmu, Thomas, orðin 1 mánaða gamall


Grænland 2003, á sólarströnd


Á Snæfellsjökli með Bryndísi Guðnadóttur


Hvannadalshnjúkur 2006 með Andra

 

 

 

 

Snjóbílahelgi í Bláfjöllum


Það er snjór og topp skíðafæri í Bláfjöllum, ef það hefur farið fram hjá
ykkur. Í tilefni þess og að Leitner er í flottara ásigkomulagi en
nokkru sinni fyrr, með nýju aukatönkunum klárum, ætlum við með hann upp
í Bláfjöll í æfingar. Allir velkomnir með!

Við förum upp eftir fyrripartinn á laugardag og
hann verður þar uppfrá fram á seinnipart sunnudags.

Allir sem vilja eru velkomnir upp eftir, hvort sem þeir eru
þroskaðir dísilmaurar sem geta miðlað þekkingu sinni, ungir og
óharðnaðir nýliðar, virkir snjóbílamenn eða bara einhverjir sem vilja
húkka far upp góða skíðalínu.

Það er hægt að vera með hluta úr degi, dag eða alla helgina. Við viljum bara sjá sem flesta.

Látið vita ef þið viljið far með strumpastrætó á laugardaginn.

Snjókveðjur frá snjóbílahóp!

Vélsleðamenn í ógöngum


Aðfararnótt sunnudagsins 11. mars var kallað eftir aðstoð við leit að þremur vélsleðamönnum sem saknað var. Leitað var á svæðinu frá Lyngdalsheiði að Langjökli. Víðtæk leit hafði þá staðið yfir hjá björgunarsveitum á svæðinu og var kallað eftir liðsauka. 

Beðið var um alla tiltæka vélsleða og jeppa á 44 tommu dekkjum en veðrið á svæðinu var afar slæmt með miklu roki og snjóbyl.  Alls voru 43 hópar frá 23 björgunarsveitum við leit í þessu útkalli. Einn 44 tommu jeppi og þrír vélsleðar fóru frá okkur ásamt áhöfn.

Vélsleðamennirnir fundust svo undir morgun við Skjaldbreið heilir á húfi. Einn sleðinn hafði bilað og veður var algjörlega afleitt. Þeir brugðust hárrétt við, bjuggu til skjól úr sleðunum og létu þar fyrir berast. Þeir voru með NMT síma en voru svo óheppnir að eldingu hafði slegið niður í háspennulínur á milli Kolviðarhóls og Geitháls með þeim afleiðingum að ekkert NMT samband var á svæðinu. Því gátu þeir ekki látið vita af sér.

  

Einbúi klifinn

Ég bý í sveit, á sauðfé á beit
og sællegar kýr út á túni.
Sumarsól heit senn vermir nú reit
en samt má ég bíða eftir frúnni.

(Einbúinn – Magnús Eiríksson)
 

Loksins kom góð spá fyrir helgi í rauninni allt of góð vegna þess að það átti að vera HELLWEEKEND en sem "betur fer" var stjórnstöðvarbíllinn ekki kominn af verkstæðinu. Stefán hershöfðingi yfir B2 kom með þá hugmynd að fara uppí Tindfjöll og reyna við Tindinn.  Að venju var lagt af stað klukkan"19:00" og stefnt á KFC á Selfossi (eitthvað finnst manni að pylsan sé orðin útundan)

Eftir að hópurinn hafði hesthúsað nokkrum skíthoppurum var brunað upp að efsta skála í Tindfjöllum. Kapteinn Sigurgeir fór með sína harðkjarna nagla í Tindfjallasel og þegar honum var boðið far eftir að hann kom upp Sneiðinginn afþakkaði hann það og sagði "Það skal ekki spyrjast út að mínir nillar geta ekki gengið" Færið var mjög gott fyrir utan smá klaka kafla neðst í Sneiðingnum. Svo var slegið upp tjöldum og bívökum.

Spottaséníin vöknuðu kl 04:00 en þau sem ætluðu að nýta sér góðmennsku þeirra og fara á Tindinn á eftir þeim vöknuðu kl 05:15. Veðrið var frááábæært og sóttist ferðin að Tindinum nokkuð vel, að vísu töfðust spottaséníin aðeins þar sem þau ákváðu að kanna snjóþekjuna og fyrir vikið þurftu þau aðeins að breyta leiðinni. Þetta kom ekki að sök og eins og alltaf þá er allur varinn góður. Þegar kom að því að hotta liðinu upp á Tindinn þá kom í ljós að ekki voru allir tilbúir til að leggja í hann. Þá tók undirritaður sig til og bauðst til að leiða ferð á Hornklofa, Ýmir, Ýmu, Saxa og Haka. Undir kvöld var orðið það hvasst að ekki var stætt í hlíðum Saxa og eftir að hafa klárað tröllin tvö var þetta látið gott heita og stefnan tekin á tjöldin.

Þegar við komum að tjöldunum sáum við að Kári hafði tekið sinn toll, eitt tjald orðið flatt og brotin súla í því. Um nóttina bætti heldur í vind og á tímabili bjóst undirritaður alllt eins við því að fjúka af stað, þvílíkt var rokið. Á sunnudeginum æfðu B2 ísaxarbremsu og leitartækni á meðan Sigurgeir og naglarnir hans toppuðu að ég held flest sem var hægt að topp þarna. Svo var farið í pizzu á Hvolsvelli og síðan í bæinn. Allir mjög ánægðir með þessa ferð og mætingin var með ólíkindum. 20 manns og þar af 10 inngengnir.

Texti: Matti Zig
Myndir: Ragna Ráðagóða 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Magnús Andrésson

 

Fullt nafn: Magnús Andrésson

Gælunafn: Maggi,

Aldur: 30ára

Gekk inn í sveitina árið: 1995

Atvinna/nám: Innkaupastjóri hjá Svartækni, www.svar.is

Fjölskylduhagir: Giftur Elínu Ritu og eigum við einn 1 son, Andrés Þór.

Gæludýr: Nei.

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Búinn að vera í stjórn FBSR frá árinu 2003, Sá um nýliðaflokk 1998-2000. Hef svo starfað með leitarhóp, skíðahóp og bílaflokk, starfa mest með bílaflokk núna ásamt stjórnarstarfi.

Áhugamál: Skíði, fjallamennska, jeppaferðir, skotveiði og margt fleira sem tengist því að vera úti. Svo má nú ekki gleyma fjölskyldunni.

Uppáhalds staður á landinu: Þórsmörk og fjallabak.

Uppáhalds matur: Villibráð sem maður hefur sjálfur veitt (Ekki verra ef Kjarri Kokkur hefur eldað hana). Annars er holulærið alltaf klassískt.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Súrt slátur


Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Harðari vetur og betri sumur.

Æðsta markmið:

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Grænlandsferð 2003 og alveg ógrynni af stór skemmtilegum ferðum.

Viðbúnaður á REK vegna farþegavélar

Laust fyrir klukkan fimm  í dag barst útkall vegna Fokker Friendship flugvélar. Vélin var að koma inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli með 26 manns um borð. Óttast var að nefhjól vélarinnar hefði ekki farið niður og var þá strax sett í gang viðbragðsáætlun.

Þegar vélin nálgaðist flugvöllin kom í ljós að
óttinn var ástæðulaus. Öll hjól vélarinnar voru í lendingarstöðu og í
fullkomnu lagi. Þá höfðu aðeins liðið 10 mín. frá því að kallað var út.
Vélin lenti án nokkurra vandkvæða og var útkallið afturkallað áður en
björgunarmenn komust úr húsi.

Árshátíðin 3 mars 2007

 

Árshátíð FBSR verður haldin 3 mars nk. í sal Fóstbræðra við Langholtsveg. Húsið opnar kl. 19. Miðaverð kr. 3.000.

 


Dagskrá 

14.00 – 16.00: Flubba leikarnir – fyrir þá sem vilja byrja snemma

·         Mæting í húsnæði FBSR við Flugvallaveg í gargandi stuði og tilbúin til að takast á við ýmis verkefni, verðlaun í boði fyrir bestu frammistöðu að mati stjórnenda.

  19.00 – 02.00: Árshátíðin – fyrir alla.  Verð kr. 3.000.

·         Matur hefst kl. 20.00.

·         Innifalið í verði eru matur, bjór og rauðvín með matnum, skemmtiatriði, tónlist og dans. Opin bar á staðnum eftir matinn.

 Miðasala á árshátíð fer fram þriðjudagskvöldið 27 febrúar og fimmtudagskvöldið 1 mars í húsi FBSR við Flugvallaveg. Vinsamlegast greiðið inná reikning FBSR nr. 0513-26-206159, kt. 550169-6149 og komið með kvittun úr heimabanka með ykkur eða greiðið með peningum á staðnum. Tökum ekki greiðslukort.

Frekari upplýsingar hjá Elsu, s. 844-4519 eða í netfangi: [email protected]

 


 

Landsæfingin 2007


Landsæfingu SL verður að þessu sinni skipt í tvo hluta annars vegar á landi og hins vegar á sjó. Landæfingin verður laugardaginn 24.mars á Skógum undir Eyjafjöllum. Á landæfingunni verður boðið upp á verkefni m.a. fyrir; sjúkrahópa,
leitarhópa, undanfara, rústahópa, bílahópa, sleðahópa, snjóbíla.
Landslagið hefur upp á mikið að bjóða og verður það nýtt til hins
ýtrasta. 

Á báðum æfingunum verður boðið upp á gistingu aðfaranótt laugardags og sunnudags. Einnig verður boðið í sund að æfingum loknum og sameiginlegrar matarveislu.

Búið er að opna fyrir skráningu og mikilvægt að skráning hópa sé rétt og tímalega þannig að hægt verði að útbúa verkefnin í takt við þátttöku. Það sem þarf að koma fram í skráningu er; frá hvaða sveit, hvað margir ætla að taka þátt, hvað mörg tæki og hvernig tæki. Einnig þarf að koma fram hvernig verkefni hóparnir vlija takast á við en ef hópar eru ekki með sérhæfingu verður þeim úthlutað verkefnum sem allt björgunarsveitarfólk getur leyst.

Skráning er á [email protected] eða í síma 570 5900. Minnum alla sem ætla að mæta á þessa viðburði að skrá sig á heimasíðunni undir" Á döfinni", á netfangið [email protected] eða í síma 570-5900. Ef einstaklinga vantar gistingu þá hefur félagið tekið frá herbergi á Grand hóteli. Þeir sem vilja nýta sér hana eru beðnir um að láta Sigrúnu vita í síma 570-5908 eða á netfangið [email protected]. Ef þig vantar frekari upplýsingar um æfinguna, aðstöðu eða þ.h. getur þú haft samband í [email protected]