Aðalfundur FBSR


Miðvikudaginn 23. maí var haldinn aðalfundur FBSR og mættu 48 kjörbærir félagar. Ný stjórn var kosin auk annarra hefðbundinna aðalfundarstarfa. Skýrslu stjórnar flutti Atli Þór Þorgeirsson formaður og Hilmar Ingimundarson gjaldkeri lagði fram ársreikning félagsins.

Áður en kom að kaffihléi var innganga nýrra félaga og voru það 9 manns að þessu sinni sem hlutu þann heiður.

Eins og á undanförnum áratugum sáu kvennadeildarkonur fundarmönnum
fyrir hressingu í hléi og var þeim vel tekið, enda miklar kræsingar í
boði.

Eftir hlé tóku við kosningar og er ný stjórn eftirfarandi:

Atli Þór Þorgeirsson, Formaður
Hilmar Ingimundarson, Gjaldkeri
Stefán Þór Þórsson, Aðalstjórnarmaður
Guðmundur Guðjónsson, Aðalstjórnarmaður
Elsa Gunnarsdóttir, Aðalstjórnarmaður
Sigurður Sigurðsson, Varastjórnarmaður
Þórður Bergsson, Varastjórnarmaður

Fráfarandi stjórnarmönnum voru þökkuð góð störf með dynjandi lófaklappi.

 

Skildu eftir svar