Gæsla í Básum

Núna um helgina ætlar sveitin að útvega 6 manns til að aðstoða Útivist í Básum.  Lagt er af stað úr bænum um klukkan 18 og komið aftur á sunnudagskvöldið.  Frekari upplýsingar á félagasvæðinu.

Það er alltaf gaman að koma uppí Goðaland og frábært að eyða þar helginni í því blíðskaparveðri sem Veðurstofan lofar okkur.

Skráning hjá Stefáni Þór, síma 844-4643.

Eldur í mosa á Nesjavallaleið

FBSR, ásamt öðrum sveitum, var kölluð út um hálf fimm leitið þann 23. júní síðastliðin til aðstoðar við slökkviliðsmenn sem börðust við að slökkva elda í mosa á Miðdalsheiði.  Þá voru björgunarsveitamenn til aðstoðar við umferðarstjórnun á svæðinu.

Slökkvistarfi lauk um klukkan 22 en talið er að 4 hektarar hafi orðið eldinum að bráð.

Leit að kajakræðurum

 
Á mánudag var Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík kölluð til til að manna útkikk úr Fokker flugvél gæslunnar, TF-SYN.  Leita átti að tveimur kajakræðurum á Faxaflóa en skömmu eftir flugtak barst tilkynning um að ræðararnir væru fundnir og var því snúið við. 

 

Samstarf Landhelgisgæslunar og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík hefur lengi verið gott en bæði stekkur fallhlífahópur sveitarinnar úr Fokker flugvél gæslunnar og mannar vélina þegar hún er notuð til leitar sem varðbergsmenn.

Ísklifur í Suðursveit

Á laugardaginn voru undanfarar settir í viðbraðgsstöðu vegna tveggja ísklifrara í Suðursveit.  Reyndist óþarft að senda þá af stað þar sem að skömmu síðar kom afturköllun en þá höfðu klifrararnir skilað sér niður óstuddir og í góðu lagi. 

Yfirferð Ortovox snjóflóðaýla

Útilíf mun í maí bjóða þeim sem eiga Ortovox snjóflóðaýla, F1 focus og X og M línuna, að koma með þá í Útilíf Glæsibæ þaðan sem þeir verða sendir út í tékk.

Allir björgunarsveitarmenn sem eiga snjóflóðaýla (Barryvox, Ortovox og Pieps), sem eru eldri en þriggja ára, eru hvattir til þess að láta yfirfara þá þannig að þeir verði örugglega í lagi þegar næst þarf að nota þá. Einnig er rétt að láta yfirfara þá ef vafi er á því að þeir séu í lagi t.d. ef þeir hafa dottið á gólfið eða þeir orðið fyrir verulegu hnjaski.

Kostnaður við yfirferð á hverju ýli er um 1500 -2000 kr og reiknað er með því að þeir verði komnir til baka í september. Í verðinu er innifalin yfirferð sem og sendingarkostnaður en þurfi að gera við tækið greiðir eigandi aukalega fyrir viðgerðina.


Ýlarnir þurfa að vera komnir til Útilífs í Glæsibæ fyrir 7. júní nk.


Nánari upplýsingar er að finna á www.snjoflod.is

Tekið úr fréttabréfi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar 31. maí 2007.

Aðalfundur FBSR


Miðvikudaginn 23. maí var haldinn aðalfundur FBSR og mættu 48 kjörbærir félagar. Ný stjórn var kosin auk annarra hefðbundinna aðalfundarstarfa. Skýrslu stjórnar flutti Atli Þór Þorgeirsson formaður og Hilmar Ingimundarson gjaldkeri lagði fram ársreikning félagsins.

Áður en kom að kaffihléi var innganga nýrra félaga og voru það 9 manns að þessu sinni sem hlutu þann heiður.

Eins og á undanförnum áratugum sáu kvennadeildarkonur fundarmönnum
fyrir hressingu í hléi og var þeim vel tekið, enda miklar kræsingar í
boði.

Eftir hlé tóku við kosningar og er ný stjórn eftirfarandi:

Atli Þór Þorgeirsson, Formaður
Hilmar Ingimundarson, Gjaldkeri
Stefán Þór Þórsson, Aðalstjórnarmaður
Guðmundur Guðjónsson, Aðalstjórnarmaður
Elsa Gunnarsdóttir, Aðalstjórnarmaður
Sigurður Sigurðsson, Varastjórnarmaður
Þórður Bergsson, Varastjórnarmaður

Fráfarandi stjórnarmönnum voru þökkuð góð störf með dynjandi lófaklappi.

 

Skreppitúr í Nýjadal

Nokkir félagar úr bílahóp kíktu í krapa sullferð inn í Nýjadal helgina 14. til 15. april 2007.

Lagt var af stað á skyggalegum tíma frá borg óttans. Okkur til vonbrigða var ekki búið að opna KFC og framvegis verður því lagt af stað á föstudagskvöldum.

Sparkað í dekkin áður en lagt er af stað.

Vegurinn örlítð blautur.

Þetta blasti við þegar vegurinn endaði… krapsull allstaðar.

Það tók samt ekki nema rúmmlega 2 tíma að koma sér í Nýjadal.

Drekkutími.

Reyndum að fara yfir Nýjadalstöðuvatnið (Jökuldalsá / Nýjadalsá)

Aftur í Nýjadal.

Meira af krapa

Smá uppstillingar í góða veðrinu.

Rómantík um kvöldið.

Slydda um nóttina

Það snjóðaði skemmtilega yfir krapann.

… og svo rofaði til.

Loft sett í dekkin… og brunað til foreldra Óla í vöfflur og rjóma.

Takk fyrir okkur.

Myndir og texti Magnús Andrésson

Fólk í stjórn FBSR


Óskað er eftir fólki til að starfa í stjórn næsta kjörtímabil.
Það vantar fólk í aðalstjórn kosið til 2 ára og varamenn sem kosnir eru til 1 árs.
Þetta eru skemmtileg störf og þú
færð gott tækifæri til að setja þitt mark á rekstur sveitarinnar og hvert hún stefnir. Fólk er hvatt til að hafa samband við Atla Formann (821 8840), Frímann (897 2468) eða Magnús (862 1622).

Aðalfundur


Hér með er boðað til aðalfundar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík miðvikudaginn 23. mai n.k. kl 20:00 stundvíslega í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg. 

Dagskráin er:

1. Setning fundar

2. Skýrsla stjórnar

3. Reikningar

4. Inntaka nýrra félaga

Fundarhlé – Kaffi og kökur frá kvennadeild FBSR

5. Kosningar
Formanns

Aðalstjórn

Varamanna

Endurskoðenda

6. Önnur mál

Stjórn FBSR

Marteinn Sigurðsson

 


Fullt nafn:
Marteinn Sigurðsson

Gælunafn: Matti, Matti Zig, Diablo, Lúsifer og það nýjasta Matti Skratti.

Aldur: 41 vetra

Gekk inn í sveitina árið: 1997 eða 1998 er hreinlega ekki viss(þetta er starf fyrir spjaldskrárritarann)

Atvinna/nám: Síðastliðin 20 líkskurðartæknir en undanfarna mánuði friðagæsluliði í sólskins landinu Afghanistan

Fjölskylduhagir: Giftur henni Þórunni og á með henni 2 grislinga, Skottu og Óla sundnörd.

Gæludýr: Þau eru nú nokkur í gegnum tíðina: froskar, skjaldbökur, fiskar, kettir, páfagaukar og svo átti ég einu sinni rollu.

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Er í fallhlífahóp og svo hefur maður sópað gólfið í bílageymslunni ásamt því að vera með nokkra hópa af nýliðum.

Áhugamál: Síðustu 9 eða 10 ár hefur það verð sveitin og inn á milli fjölskyldan. Svo er ég forfallinn fótboltafíkill ásamt því að elska að keyra snjósleða og gera við bíla, eða þannig sko. Nei í alvöru þetta kemur í bylgjum og eins og er þá er það bara að reyna á sig og finna mörkin sama í hverju það er.

Uppáhalds staður á landinu: Einu sinni var það sófinn minn góði en mér hefur verið legið það á hálsi að vilja fara oft í Skaftafell (Andrea) og eigum við ekki að láta það duga.

Uppáhalds matur: Soðin ýsa stendur alltaf fyrir sínu ásamt þrumara með vænni smérklípu, ójá. Svo má ekki gleyma MRE.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Norskur fiskur í hermanna útgáfunni, það er viðbjóður númer eitt að ég held, svo mann ég eftir sjávarrétta pizzu sem ég henti, óétinni.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Að eiga anda í flösku.

Æðsta markmið:  Að gera mér til hæfis, hahahahahaha og að sjálfsögðu öllum öðrum líka.


Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:

Þegar hann Doddi tví borðaði kvöldmatinn sínn í Landmannalaugum hérna um árið. Við komum seint í Laugarnar og mannskapurinn frekar lúinn. Doddi hitaði kvöldmatinn sinn en átti í erfiðleikum með að halda honum niðri vegna þreytu og kúgaðist og ældi síðan. En þar sem hann var ekki með neinn annan mat til að hita þá sópaði hann ælunni saman og át hana. Jebb það var sko eftirminnilegt.



Á Grænlandi, Thule


Kvendin í síðasta nilla flokk sem ég var með, vantar Ólöfu. Jú og svo eru líka Vidddi og Evvi


Óli sundnörd og ég að keppa í þríþraut


Doddi er ógleymanlegur og alltaf hress


Píla og ég. Hún er sko killer hundur (tík) dauðans


Dóttir mín hún Skotta að baka fyrir mig köku


Síðasti dagurinn minn sem líkskurðartæknir í Kjötsmiðjunni


Garún litla frænka mín og ég á dönskum dögum í Stykkishólmi


Geirharður er alltaf til í að píska nokkra nilla á Hellweekend


Einhver loðinn gaur


Þetta er einhver árátta í mér að fara úr þegar á toppinn er komið


Hahahaha varð á láta þessa fljóta með. Hér er verið að gera að nautgrip í sláturhúsi


Þórunn og ég í einu bakpokaferðinni sem mér hefur tekist að draga hana í hingað til


Klakinn, Lúsifer og Major Bulh í Californíu

 



Þröng á þingi í Djúphelli, sprækir nillar og einn flubbi, hún Heiða hressa