Greinasafn fyrir flokkinn: Hver er flubbinn?

Ragnhildur Magnúsdóttir

Fullt nafn: Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir.Ragna_portrait
Gælunafn: Ragna.
Aldur: 38.
Gekk inn í sveitina árið: 2006.
Atvinna/nám: Líffræðingur
Fjölskylduhagir: Í sambúð og á eitt barn.
Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Hef mest verið með leitarhópi.
Áhugamál: Allt milli himins og jarðar eins og t.d. fjallamennska og alls kyns útivist, skíði, skautar, hjólreiðar, veiði, ferðalög, sveitin, ljósmyndun…o.fl. Hef sérstakan áhuga líka á fiskum, mýflugulirfum og vatnaflóm.
Uppáhalds staður á landinu: Fjallabak og Skagaheiði. Annars er allsstaðar gott að vera í góðu veðri.
Uppáhalds matur: Á engan uppáhaldsmat. Borða allt þ.m.t. hákarl og skötu.
Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað:Durian. Ávöxtur sem ég smakkaði í Malasíu. Ætla ekki að lýsa því hvað hann var vondur. Finnst mysingur og mysuostur ekki góður heldur.
Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Ást, hamingja og góð heilsa er það sem ég myndi óska mér og öðrum…..og svo auðvitað frið á jörð.
Æðsta markmið: Mig langar mjög mikið að komast upp á topp Everests og til tunglsins. Annars vona ég að ég geti sagt áður en ég dey gömul og grá: “Live well spent”.
Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Það er ýmislegt eftirminnilegt bæði gott og slæmt en engin svona atvik þar sem ég hef séð ævina renna fram hjá mér í einu vetfangi. Eftirminnilegastar finnast mér skemmtilegar ferðir í nýliðunum.

sveitastelpa

Þetta er ég, saklaus sveitastelpa úr V-Skaftafellssýslu.

VillistelpaEn ég á mér líka dekkri og skuggalegri hliðar. Er t.d. alveg hrikaleg prímadonna inn við beinið.

MyrdalsjokullÞetta er hluti af nýliðahópnum mínum á Mýrdalsjökli í páskaferðinni 2006. Fórum á gönguskíðum yfir Mýrdalsjökul inn í Strútslaug og þaðan yfir í Landmannalaugar. Alveg hreint frábær ferð. Hef aldrei fengið annað eins sólgleraugnafar í andlitið, hvorki fyrr né síðar. Var með þvottabjarnarfés í marga daga á eftir. Á myndinni eru Viddi, Evvi, Ólöf og höfðinginn hann Matti Skratti. Vantar okkur Sóley á myndina. Leitaði mikið en fann enga mynd af öllum hópnum saman.

Ragna_og_Soley…og hér erum við Sóley í Tindfjöllum.

HakonÞetta stákurinn minn hann Hákon norður á Skaga en hann er 9 ára gamall.

Arni…og þetta er Árni maðurinn minn að borða harðfisk við Arnarfellskvísl í Þjórsárverum.

BlautakvislÁrni, ég, Ólöf systir, Maggi og Ella systir. Þarna erum við  að koma úr Þjórsárverum, Blautakvísl (sem er mjög blaut) fyrir aftan okkur. Gaman að fara um Þjórsárver, mikið af jökulám og því betra að hafa með sér góða vaðskó.

SmjorhnjukurÁ Smjörhnúki í haustferð FBSR 2006.

Hvannadalskn Á leiðinni upp á Hvannadalshnúk 2007.

ymirÁ toppi Ýmis.

valshamarAð klifra í Valshamri.

ufsioÍ hellinun Ufsa í Eldhrauninu.

Marteinn Sigurðsson

 


Fullt nafn:
Marteinn Sigurðsson

Gælunafn: Matti, Matti Zig, Diablo, Lúsifer og það nýjasta Matti Skratti.

Aldur: 41 vetra

Gekk inn í sveitina árið: 1997 eða 1998 er hreinlega ekki viss(þetta er starf fyrir spjaldskrárritarann)

Atvinna/nám: Síðastliðin 20 líkskurðartæknir en undanfarna mánuði friðagæsluliði í sólskins landinu Afghanistan

Fjölskylduhagir: Giftur henni Þórunni og á með henni 2 grislinga, Skottu og Óla sundnörd.

Gæludýr: Þau eru nú nokkur í gegnum tíðina: froskar, skjaldbökur, fiskar, kettir, páfagaukar og svo átti ég einu sinni rollu.

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Er í fallhlífahóp og svo hefur maður sópað gólfið í bílageymslunni ásamt því að vera með nokkra hópa af nýliðum.

Áhugamál: Síðustu 9 eða 10 ár hefur það verð sveitin og inn á milli fjölskyldan. Svo er ég forfallinn fótboltafíkill ásamt því að elska að keyra snjósleða og gera við bíla, eða þannig sko. Nei í alvöru þetta kemur í bylgjum og eins og er þá er það bara að reyna á sig og finna mörkin sama í hverju það er.

Uppáhalds staður á landinu: Einu sinni var það sófinn minn góði en mér hefur verið legið það á hálsi að vilja fara oft í Skaftafell (Andrea) og eigum við ekki að láta það duga.

Uppáhalds matur: Soðin ýsa stendur alltaf fyrir sínu ásamt þrumara með vænni smérklípu, ójá. Svo má ekki gleyma MRE.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Norskur fiskur í hermanna útgáfunni, það er viðbjóður númer eitt að ég held, svo mann ég eftir sjávarrétta pizzu sem ég henti, óétinni.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Að eiga anda í flösku.

Æðsta markmið:  Að gera mér til hæfis, hahahahahaha og að sjálfsögðu öllum öðrum líka.


Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:

Þegar hann Doddi tví borðaði kvöldmatinn sínn í Landmannalaugum hérna um árið. Við komum seint í Laugarnar og mannskapurinn frekar lúinn. Doddi hitaði kvöldmatinn sinn en átti í erfiðleikum með að halda honum niðri vegna þreytu og kúgaðist og ældi síðan. En þar sem hann var ekki með neinn annan mat til að hita þá sópaði hann ælunni saman og át hana. Jebb það var sko eftirminnilegt.



Á Grænlandi, Thule


Kvendin í síðasta nilla flokk sem ég var með, vantar Ólöfu. Jú og svo eru líka Vidddi og Evvi


Óli sundnörd og ég að keppa í þríþraut


Doddi er ógleymanlegur og alltaf hress


Píla og ég. Hún er sko killer hundur (tík) dauðans


Dóttir mín hún Skotta að baka fyrir mig köku


Síðasti dagurinn minn sem líkskurðartæknir í Kjötsmiðjunni


Garún litla frænka mín og ég á dönskum dögum í Stykkishólmi


Geirharður er alltaf til í að píska nokkra nilla á Hellweekend


Einhver loðinn gaur


Þetta er einhver árátta í mér að fara úr þegar á toppinn er komið


Hahahaha varð á láta þessa fljóta með. Hér er verið að gera að nautgrip í sláturhúsi


Þórunn og ég í einu bakpokaferðinni sem mér hefur tekist að draga hana í hingað til


Klakinn, Lúsifer og Major Bulh í Californíu

 



Þröng á þingi í Djúphelli, sprækir nillar og einn flubbi, hún Heiða hressa

Andrea Maja Burgherr

 

Fullt nafn: Andrea Maja Burgherr

Gælunafn: Búgi

Aldur: 40 ára

Gekk inn í sveitina árið:  Ég held að það hafi verið 1999

Atvinna/nám: Er smíðakennari og leiðsögumaður að mennt en vinn hjá ferðaskrifstofunni hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Andra Sigurjónssyni og og var að eignastlítinn strák, Thomas, þann 28.2.07. Hann dafnar vel 🙂

Gæludýr: köttur sem heitir Emil

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Búin að vera frekur óvirk undanfarið vegna hnéaðgerðar og óléttu. En er annars í leitarhópnum og bílahóp.

Áhugamál: ferðast náttúrulega innanlands sem og í útlöndum gangandi eða á skíðum. Blak, komst næstum því í landslið ;-), spila á gítar, hitta góða vini

Uppáhalds staður á landinu: Það eru allt of margir staðir en kannski helst Grænalón við Vatnajökul.

Uppáhalds matur: Mér finnst skemmtilegast að smakka sem fjölbreyttastan mat frá mismunandi löndum með framandi kryddum.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Kalt pasta við Fimmvörðuháls þar sem prímus virkaði ekki nógu vel og það var bara pastamauk með ostasósu, oj bjakk!

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Gera góða heimsreisu með fjölskyldunni.

Æðsta markmið: „To live a fulfilling life“

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Þau eru mörg, en yfirleitt eru það ferðir sem voru farnar þar sem veðrið eða aðstæður voru erfiðar og maður kom endurnærður í huganum í bæinn, en líkamlega frekar á þrotum…..


Frakkland, Via ferrata með slökkviliði frá Annecy, 2001


Sviss, Diavolezza: Piz Bernina í bakgrunni, september 2006


Ólétt í desember 2006, komin 8 mánuði á leið


Og hér er sá sem þandi út mallann á mömmu, Thomas, orðin 1 mánaða gamall


Grænland 2003, á sólarströnd


Á Snæfellsjökli með Bryndísi Guðnadóttur


Hvannadalshnjúkur 2006 með Andra

 

 

 

 

Magnús Andrésson

 

Fullt nafn: Magnús Andrésson

Gælunafn: Maggi,

Aldur: 30ára

Gekk inn í sveitina árið: 1995

Atvinna/nám: Innkaupastjóri hjá Svartækni, www.svar.is

Fjölskylduhagir: Giftur Elínu Ritu og eigum við einn 1 son, Andrés Þór.

Gæludýr: Nei.

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Búinn að vera í stjórn FBSR frá árinu 2003, Sá um nýliðaflokk 1998-2000. Hef svo starfað með leitarhóp, skíðahóp og bílaflokk, starfa mest með bílaflokk núna ásamt stjórnarstarfi.

Áhugamál: Skíði, fjallamennska, jeppaferðir, skotveiði og margt fleira sem tengist því að vera úti. Svo má nú ekki gleyma fjölskyldunni.

Uppáhalds staður á landinu: Þórsmörk og fjallabak.

Uppáhalds matur: Villibráð sem maður hefur sjálfur veitt (Ekki verra ef Kjarri Kokkur hefur eldað hana). Annars er holulærið alltaf klassískt.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Súrt slátur


Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Harðari vetur og betri sumur.

Æðsta markmið:

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Grænlandsferð 2003 og alveg ógrynni af stór skemmtilegum ferðum.

Steinar Sigurðsson

Fullt nafn: Steinar Sigurðsson

Gælunafn: Stoney

Aldur: 21

Gekk inn í sveitina árið: 2005

Atvinna/nám: Viðskiptafræði í HÍ og vinn í útivistarbúðinni Everest af og til

Fjölskylduhagir: Á eina sæta kærustu

Gæludýr: Fífa Mjöll Öndvegisdóttir, lítil tík með mikla sál.

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Hópstjóri snjóbílahóps, bílstjóri í bílahóp og undanrenna í fjallahóp.

Áhugamál: Að komast upp og niður fjöll, klifrandi, gangandi, skíðandi, keyrandi eða á snjóbíl.

Uppáhalds staður á landinu: Rúmið heima eftir langa og góða vosbúðarfjallaferð með engum svefni.

Uppáhalds matur: Fjallalamb í holu með góðu útsýni.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Dísill eða bensín? Dísillinn situr eftir í kjaftinum, en bensínið er verra á bragðið.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Ég vildi óska þess að ég kæmist á íslensk fjöll allar helgar og gæti ferðast um heiminn á virkum dögum.


Æðsta markmið:Halda heilsu og vera í góðu formi, langt fram eftir ævi.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Það er nú svo ansi margt eftirminnilegt. Í lok hverrar ferðar eru oftast allir sammála um að þetta hafi verið besta ferð allra tíma… Það eru þó flestir í mínum nýliðahóp sammála um að skemmtilegasta ferðin okkar hafi verið úr Áfangagili inn í Landmannalaugar, vorið áður en við gengum inn. Það var svo mikil orka í okkur að við hlupum upp alla hóla á leiðinni til þess að ná smá rennsli. Svo æfðum við smá skíðastökk og vorum í eltingaleikjum þess á milli. Ekki skemmdi heldur að verða annar í 100 metra sprettlellahlaupinu um kvöldið.


Doddi og ég á toppnum á Hraundranga


Góður dagur í Múlafjalli


Hildur og ég á ferð um Þýskaland


Notalegar tjaldbúðir í Skarðsheiðinni


Skemmtilegt príl á Hnappavöllum

 

Hilmar Ingimundarson

Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson

Gælunafn: Himmi, og svo fjöldinn allur af öðrum gælunöfnum sem hafa loðað við mann misvel og lengi

Aldur: 28 ára þegar þetta er ritað

Gekk inn í sveitina árið: ´96

Atvinna/nám: Sales Manager, Nikita

Fjölskylduhagir: Maki er Elísabet Birgisdóttir til fjölda ára og eigum við einn snilling, hann Tómas Hilmarsson eins og hálfs árs

Gæludýr: Engin

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Ég hef lengstum
og nær eingöngu starfað með fjallahóp og undanförum og hef haldið utan
um þann hóp undanfarin ár til mikillar ánægju. Náði að stimpla mig inn
í fallhlífahóp og hef einhver stökk að baki. Eitthvað hefur farið minna
fyrir því undanfarin ár þó ég hafi mætt og farið í eina alvöru útkall
þess hóps nú í sumar. Undanfarin þrjú ár hef ég svo verið í stjórn og
nú síðastliðið ár lét ég plata mig í stöðu gjaldkera sem hefur reynst
bæði skemmtilegt og krefjandi.

Áhugamál: Fjallamennska, af hvaða tagi sem er, hvort heldur
sem er að klípa í kletta eða mölva ís, labba yfir hjarn og ísbreiður á
skíðum, renna mér niður snæviþaktar hlíðar á snjóbretti eða skíðum,
erfiða upp brekku á skinnhúðuðum plönkum bara til þess eins að renna
sér niður aftur, ganga á fjallstind eða klífa hann. Fjallahjólreiðar
þegar færi gefst og svo var Whitewater Kayak var mér hugleikinn til
nokkurra ára en hef nánast gefið það uppá bátinn. Einnig hef ég mikið
yndi af einkasyninum og að leika við hann, ferðast með fjölskyldunni og
og og…..

Uppáhalds staður á landinu: Skaftafell þegar hugað er að klifri,
enda er mekka sportklifurs á Íslandi þar og í nánd eru Íslensku
“alparnir”. Svo er alltaf gaman að koma á Arnarstapa á Snæfellsnesi
þegar vorið kemur. Kíkja norður á Akureyri þegar huga á að rennsli en
annars skiptir staðurinn ekki öllu heldur hvað þú ert að gera, hvernig
viðrar og hver félagskapurinn er.

Uppáhalds matur: Úff erfið spurning. Ekkert eitt svar í
þessu frekar en spurningunni hér að ofan…..ætli það væri ekki
nautalundir með ostasósu að hætti mömmu. Það nýjasta hjá mér í ferðum
er að græja Carbonara sem fer ofarlega á listann með hinum margfræga
karmellubúðing í eftirrétt, fátt sem toppar það á fjöllum.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Borða ekki viðbjóð þannig
að ég reyni að forðast það sem heitan eldinn að koma svoleiðis inn
fyrir mínar varir t.d. einsog Weisswurst (hvítpylsa) en það sem slapp
inn fyrir mínar varir og hlýtur þann vafasama titil . Einhver mesti
viðbjóður er smokkfiskur (Calamari).

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)?
Miðað við stöðuna hjá mér í dag þá vantar mig bara meiri pening til að
geta ferðast og leikið mér en það myndi nú duga skammt ef maður væri
ekki heilbrigður og því óska ég mér heilsu svo lengi sem ég lifi

Æðsta markmið: Er að skilja við þennan heim sáttur við mitt,
vitandi það að ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að gera það sem
af mér er ætlast í þessu lífi.

 

Jósep Gíslason

 

Fullt nafn:
Jósep Gíslason

Gælunafn:
Jobbi

Aldur:
42

Gekk inn í sveitina árið:
1998 ef ég man rétt

Atvinna/nám:
Eigandi og hönnunarstjóri hjá Fjölva. Tónlistarmaður

Fjölskylduhagir:
Einhleypur tveggja barna faðir

Gæludýr:
Engin

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar:
Leitarhópur og sjúkrahópur

Áhugamál:
Útivist, ferðalög, tónlist

Uppáhalds staður á landinu:
Hornstrandir

Uppáhalds matur:
Flest sem að kjafti kemur en grjónagrautur klikkar aldrei

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað:
Kjötstappa (svipað og plokkfiskur nema bara kjöt)

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)?
Halda heilsu

Æðsta markmið:
Góð heilsa

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:
Að horfa á eftir félaga mínum detta ofan í sprungu og fótbrjóta sig.

 


Í Himalaya. Andrea, Gummi og ég


Tjaldbúðir í Himalaya


Á flugslysaæfingu við Reykjarvíkurflugvöll. Stumrað yfir „sjúklingi“ sem „brotlenti“ úti í skógi.


Fararstjórn á Krít 2006


Fjallið og Múhameð


Baksvipur


Dóni á fjöllum


Gummi og Ég á niðurleið í Himalaya


Handaband í 5000m eftir eltingaleik. Gummi og ég.


Íþróttaálfurinn á Pachnes á Krít 2400m.


Ég á kajak


Jósep túristi við Taj Mahal.


Ekkert jafnast á við að glugga í góðar bókrullur.


Kajak á Krít 2006


Kajakkennsla

 

 

 

Elsa Gunnarsdóttir

Elsa Gunnarsdóttir

 


Fullt nafn: Elsa Gunnarsdóttir

Gælunafn: Elsa

Aldur: 28

Gekk inn í sveitina árið: 2000

Atvinna/nám: Starfa hjá Glitni

Fjölskylduhagir: Ég á einn kærasta

Gæludýr: Engin

 

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Ekki mikið eins og er en ferðin um helgina í Þórsmörk var frábær!!:)

Áhugamál: Útivist, ferðalög, matur.

Uppáhalds staður á landinu: Sumarbústaðurinn í Grímsnesinu

Uppáhalds matur: Rjúpur og svið.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Lifrabuff sem mamma píndi í mig þegar ég var yngri, annars er allar matur góður, bara misgóður!

 

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Komast á snjóbretti á flott skíðasvæði í evrópu í allavega tvær vikur hvern vetur!

Æðsta markmið: Að gera allt sem mig langar að gera.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Nýliðaferð í Skarðsheiði þar sem við gistum í snjóhúsi í brjáluðu veðri og það snjóaði fyrir opið og við þurftum að grafa okkur út um morguninn og ennþá var brjálað veður.

 

Hreindýraakstur í Noregi, vetur 05.

Með Hornbjargsvita í baksýn, júlí 06.

Labbaði Dettifoss – Ásbyrgi um verslunarmannahelgina 06. Ásbyrgi í baksýn!:)

Við Langasjó, sumar 06.

Með Sveinborgu í Chamonix, vetur 06.

Á snjóbretti í Nýja sjálandi, sumar (norðan miðbaugs) 04.

 

Stefán Þór Þórsson


Fullt nafn: Stefán Þór Þórsson

Gælunafn: Hr. Stefán Þór Þórsson

Aldur: 26

Gekk inn í sveitina árið: 2000

Atvinna/nám: Er verkfræðingur og vinn við innri endurskoðun
hjá Glitni.

Fjölskylduhagir: Hagi fjölskyldunar er í Hvammi við
Dýrafjörð.

Gæludýr: Átti páfagauk en hann fraus.

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Nýliðaþjálfari
B2 og eitthvað viðloðandi leitarhóp.

Áhugamál: FBSR og Lada Niva.

Uppáhalds staður á landinu: Hverasvæðið fyrir sunnan
Hrafntinnusker.

Uppáhalds matur:  Knorr Napolitana og vanillubúðingur

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Að breytingarnar á húsnæðinu væru búnar og Tindjallasel tilbúið og
næsti patti kominn og og og

Æðsta markmið:  Deyja sáttur.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:  Þegar við vorum
veðurteppt í Landmannalaugum og J.K. var að segja mis viðeigandi sögur af
foreldrum sínum.


Á góðri stund með nillunum mínum í Tindfjallaseli hinu gamla


Hér er ég við byggingu á Tindfjallaseli. Takið eftir pósunni.

 

 

Hallgrímur Kristinsson

Hallgrímur Kristinsson


Fullt nafn:
Hallgrímur Kristinsson

Gælunafn: Halli Kristins

Aldur: undir meðalaldri íslensku þjóðarinnar!

Gekk inn í sveitina árið: fyrir síðustu aldarmót held ég…

Atvinna/nám: Nokkrar háskólagráður hafa skilað mér stjórnunarstöðu í skriffinnskuborginni Brussel.

Fjölskylduhagir: giftur fegurðardrottningu og þrjú börn

Gæludýr: Snjólfur VIII !!

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Hef
sinnt rekstri sveitarinnar síðustu ár þ.e. stjórn, stefnumótun og því
tengdu.  Þess fyrir utan hef ég í gegnum árin starfað með flestum hópum
að undanskildum fallhlífar- og sjúkrahóp.

Áhugamál: Fyrir utan fjölskylduna hefur útivist og
fjallamennska alltaf verið mjög ofarlega.  Auk þess finnst mér gaman að
skokka (þó að það sjáist ekki!) og spila einstökum sinnum skvass.

Uppáhalds staður á landinu: þegar stórt er
spurt…  Það hafa verið farnar ófáar ferðir í Mörkina í gegnum árin en
einnig eru flestir jöklar landsins í miklu uppáhaldi.  Ekki má heldur
gleyma Fjallabakssvæðinu.

Uppáhalds matur: Allt með ananas?

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Að verð á fjalladóti lækkaði !?!

Æðsta markmið: Ætti þetta ekki að vera “hæsta markmið”?

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:
reynsla og félagsskapur sem maður eignaðist í nýliðastarfinu skilur
eftir sig mörg eftirminnileg augnablik. Þá er lega í heitri laug að
hvíla lúna fætur og horfa á Norðurljósin ógleymanleg stund sem ég hef
sem betur fer upplifað nokkrum sinnum.  Ekki má gleyma fjallabrölti
erlendis með félögum úr sveitinni.

 


Á tindi Dom Du Miage í Frönsku ölpunum (Mount Blanc í baksýn)


Í klettaklifri með Frönskum björgunarsveitum við Annecy í Frakklandi haustið 2005


Að síga niður falljökul Hrútfjallstinda eftir að hafa lent i slæmu veðri og snúið við 150 metra frá tindinum (mynd: Doddi)


Í sólbaði á Drangajökli Hvítasunnu áirð 2002.  Andrea gerir líka tilraun við sólina.


Í ísklifri í páskalitunum árið 1999


Á Grænlandi páskana 2002


Í einni af fjölmörgu ferðum Útivistar sem ég hef „guidað“ í gegnum tíðina.  Í þetta sinn var eiginkonan með.


Með eiginkonunni á rauðvínsbúkgarði golfarans Ernie Els í S-Afríku árið 2006


Í fossasigi í Chamonix Frakklandi


Á ferðalagi með ferðafélögum á fjallið Hochkoning í Austurísku ölpunum


Feðgar á vélsleða við Landmannalaugar.  Snjólfur VII í baksýn


Á leið upp síðasta hjalla Kirkjufells við Grundarfjörð í ferð sem var farinn í minningu afa míns


Á tindi Kilimanjario, Afríku (Tanzaniu) með Ása í janúar 2001


Í hríð á Langjökli ásamt Snjólfi VII


„Via Ferrata“ við Chamnoix í Frakklandi


Í blíðviðri ásamt ferðafélaganum Magnúsi Andréssyni við Kverkfjöll