Steinar Sigurðsson

Fullt nafn: Steinar Sigurðsson

Gælunafn: Stoney

Aldur: 21

Gekk inn í sveitina árið: 2005

Atvinna/nám: Viðskiptafræði í HÍ og vinn í útivistarbúðinni Everest af og til

Fjölskylduhagir: Á eina sæta kærustu

Gæludýr: Fífa Mjöll Öndvegisdóttir, lítil tík með mikla sál.

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Hópstjóri snjóbílahóps, bílstjóri í bílahóp og undanrenna í fjallahóp.

Áhugamál: Að komast upp og niður fjöll, klifrandi, gangandi, skíðandi, keyrandi eða á snjóbíl.

Uppáhalds staður á landinu: Rúmið heima eftir langa og góða vosbúðarfjallaferð með engum svefni.

Uppáhalds matur: Fjallalamb í holu með góðu útsýni.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Dísill eða bensín? Dísillinn situr eftir í kjaftinum, en bensínið er verra á bragðið.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Ég vildi óska þess að ég kæmist á íslensk fjöll allar helgar og gæti ferðast um heiminn á virkum dögum.


Æðsta markmið:Halda heilsu og vera í góðu formi, langt fram eftir ævi.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Það er nú svo ansi margt eftirminnilegt. Í lok hverrar ferðar eru oftast allir sammála um að þetta hafi verið besta ferð allra tíma… Það eru þó flestir í mínum nýliðahóp sammála um að skemmtilegasta ferðin okkar hafi verið úr Áfangagili inn í Landmannalaugar, vorið áður en við gengum inn. Það var svo mikil orka í okkur að við hlupum upp alla hóla á leiðinni til þess að ná smá rennsli. Svo æfðum við smá skíðastökk og vorum í eltingaleikjum þess á milli. Ekki skemmdi heldur að verða annar í 100 metra sprettlellahlaupinu um kvöldið.


Doddi og ég á toppnum á Hraundranga


Góður dagur í Múlafjalli


Hildur og ég á ferð um Þýskaland


Notalegar tjaldbúðir í Skarðsheiðinni


Skemmtilegt príl á Hnappavöllum

 

Skildu eftir svar