Leit að konu í Hafnarfirði

Sérhæfðir leitarhópar björgunarsveita höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út um klukkan 21 að kvöldi miðvikudagsins 7. febrúar til leitar að konu sem hafði verið saknað frá því deginum áður en lögreglan hafði þá leitað hennar án árangurs. Leitarhópur FBSR fór á tveimur bílum til leitar en skömmu áður en leit hófst á vettvangi kom konan í leitirnar, blessunarlega heil á húfi. Meðfylgjandi mynd er af leitarhópi á æfingu.

Skildu eftir svar