Snjóflóðanámsstefna


Slysavarnafélagið Landsbjörg, Hjálparsveit Skáta Kópavogi og ORION
Ráðgjöf ehf standa fyrir komu tveggja snjóflóðasérfræðinga frá Alaska
seinnihluta febrúar n.k. Þetta eru þau Jill Fredstone og Doug Fesler en
þau hafa um langa hríð verið ein þau fremstu á sínu sviði í Norður
Ameríku og jafnvel þó víða væri leitað.

Dagana 24. og 25. febrúar n.k. munu þau vera með
fræðslu fyrir björgunarsveitarfólk og aðra sem kunna að hafa áhuga á
snjó, snjóflóðum og snjóflóðabjörgun. Ráðgert er að fyrri dagurinn
verði með fyrirlestrum inni í sal en seinni dagurinn verði úti í
mörkinni.

Markmið námsstefnunar er að
gefa þátttakendum innsýn inn í það helsta sem er að gerast í Norður
Ameríku varðandi leit og björgun úr snjóflóðum.

Dagskrá, skráning og allar nánari upplýsingar er að finna á vef Landsbjargar hér

 

Skildu eftir svar