Snjóbílahelgi í Bláfjöllum


Það er snjór og topp skíðafæri í Bláfjöllum, ef það hefur farið fram hjá
ykkur. Í tilefni þess og að Leitner er í flottara ásigkomulagi en
nokkru sinni fyrr, með nýju aukatönkunum klárum, ætlum við með hann upp
í Bláfjöll í æfingar. Allir velkomnir með!

Við förum upp eftir fyrripartinn á laugardag og
hann verður þar uppfrá fram á seinnipart sunnudags.

Allir sem vilja eru velkomnir upp eftir, hvort sem þeir eru
þroskaðir dísilmaurar sem geta miðlað þekkingu sinni, ungir og
óharðnaðir nýliðar, virkir snjóbílamenn eða bara einhverjir sem vilja
húkka far upp góða skíðalínu.

Það er hægt að vera með hluta úr degi, dag eða alla helgina. Við viljum bara sjá sem flesta.

Látið vita ef þið viljið far með strumpastrætó á laugardaginn.

Snjókveðjur frá snjóbílahóp!

Skildu eftir svar