Snjóbílahelgi í Bláfjöllum

Helgina 30-1. apríl skellti snjóbílahópur sér í Bláfjöll með tryllitækið sitt. Mikil vinna hafði verið lögð í bílinn síðustu vikur, aukatankar höfðu verið festir á og fleira. Það var því spennandi að sjá hvernig breytingarnar reyndust.

 

 

 

 Á laugardag skutlaði Magnús Þór bílnum upp eftir og Steinar og Gulli B1 rúntuðu um fram yfir hádegi þegar Einar Hjörleifs tók við af Gulla. Skyggni var ekkert eins og sést á myndum, þannig að við fórum ekki mjög langt þann daginn. Á sunnudaginn var öllu skaplegra veður, sól og bjartviðri. Því treystum við, Steinar, Einar og Halldór, okkur lengra inn í fjalllendið og náðum nokkrum góðum skíðaferðum. Ekki slæmt það.

Halli kom seinnipartinn, þegar Einar og Halldór fóru heim og tók í bílinn. Þá fór reyndar allt aðeins að klikka, bíllinn ofhitnaði aðeins og glussaslanga gaf sig. Við fórum því stystu leið niður á sjöu. Það varð reyndar stuttur bíltúr, því við vorum rétt lagðir af stað í bæinn þegar við rákumst augun í vélsleða úti í miðju krapalóni. Að sjálfsögðu stóðum við ekki hjá, heldur tókum aftur af og sóttum bílinn. Það kostaði okkur reyndar all nokkuð krapasull og vesen, en gekk allt giftusamlega að lokum.

 

Skildu eftir svar