Leit að Piper Cherokee flugvélinni sem saknað hefur verið síðan í gær var haldið áfram í morgun. Félagar sveitarinnar manna varðberg um borð í TF-SYN, Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar.
Varðbergsflug vegna Piper PA28
Skömmu fyrir hádegi fimmtudaginn 21.febrúar var sveitin kölluð út vegna leitar að Piper PA28 eins hreyfils flugvél sem horfið hafði af radar skömmu áður. Fjórir félagar úr sveitinni fóru í loftið með Fokkervél LHG um klukkan 12:30.
Útkikk vegna Cessnu
Sveitin var kölluð út í morgun til að manna varðbergsvakt á TF-SYN. Leit stendur yfir að Cessnu-310 vél sem fór í hafið um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi. Fjórir félagar FBSR sátu vaktina.
Verið var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Bretlands en flugmaðurinn hafði gist á Grænlandi og ætlaði að stoppa í Reykjavík á leið sinni til Bretlands.
Wilderness First Responder
Ertu Flubbi og hefur þú áhuga á WFR námskeiði? Ef áhugi reynist nægur þá ætlum við að fá námskeið hjá Björgunarskólanum sérsniðið handa okkur í mars/apríl. Sendu póst á ritara ef þú vilt vera með.
Fjallabjörgun á vetrarhátíð
Fjallahópur var með línuverkefni á vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Hópurinn setti línubrú með krana (Kooteney Highline) ofan af þaki Þingholtsstrætis 27 og niður í garð í Miðstræti 5.
Gestir hátíðarinnar gengu frá Hallgrímskirkju og niður í Ráðhús eftir ákveðinni leið um Þingholtin og voru mörg atriði eða uppákomur á leiðinni. Þar á meðal okkar atriði þar sem sigið var niður úr línubrúnni niður í gönguna og annar hífður upp úr göngunni.
Fleiri myndir má nálgast hér.
Óveðursaðstoð 8. febrúar
8. febrúar var sveitin kölluð út vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af bílum FBSR fóru úr húsi snemma kvölds en aðgerðum var lokið uppúr klukkan 03.
Leit í Esju
9. febrúar var sveitin kölluð út til leitar að fjórum piltum sem villst höfðu í blindbil á Esju. Fundust piltarnir fljótlega og var komið niður í giftursamlega.
Ófærð í Þrengslunum og Hellisheiði
Nú í morgun voru sveitir af höfuðborgarsvæðinu kallaðar út til stuðnings við svæði 3 vegna ófærðar í Þrengslunum og á Hellisheiði. Tveir bílar frá FBSR fóru úr húsi á tíunda tímanum en einnig eru HSSR og HSG með bíla á svæðinu.
Leitaræfing
Laugardaginn 9. febrúar verður haldin leitaræfing á vegum sveitarinnar. Farið verður úr húsi klukkan 09:00 og mun æfingin standa frammeftir degi.
Allir, hvort sem eru inngengnir, óvirkir eða nýliðar eru velkomnir.
Einnig minnum við á sameiginlega leitaræfingu sveita á höfuðborgarsvæðinu sem haldin verður mánudaginn 11. febrúar og hefst klukkan 18.
Myndir úr afmæli SL
Hægt er að sjá myndir frá afmæli SL sem haldið var þriðjudaginn 29.janúar síðastliðinn á eftirfarandi hlekk.