Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Óveður á svæði 1

Að kvöldi 11.desember var sveitin kölluð út vegna óveðurs á svæði 1.   14 félagar mættu til leiks og stóðu vaktina til að ganga eitt í nótt.  

Nokkur erill var í aðgerðum og mörgum hefðbundnum verkefnum sinnt á borð við lausar þakplötur og fjúkandi girðingar en einnig verkefni sem ekki eru jafn algeng eins og brotnir ljósastaurar og að huga að landfestum skipa en sjótengd verkefni hafa löngum fallið öðrum sveitum í skaut.

Útkall á Fimmvörðuháls

Um klukkan hálf eitt aðfaranótt fimmtudagsins 11.desember var sveitin kölluð út vegna göngumanna er saknað var á Fimmvörðuhálsi.   Tæpum tíu mínutum síðar voru boðin afturkölluð en þá höfðu mennirnir komið fram í Básum heilir á höldnu.  Boðunin gekk vel og var ekki langt í að fyrsti bíll legði af stað. 

Leit að rjúpnaskyttu

Þann  29. nóvember hófst leit að rjúpnaskyttu við Skáldabúðaheiði.  Leitin stóð í tæpa viku áður en henni var frestað um óákveðin tíma. FBSR var með menn á svæðinu alla dagana utan miðvikudags og fimmtudags en þá fór endurskipulagning leitar fram.

Þriðjudagsatburður – Óveðursútköll

Í kvöld – þriðjudaginn 2.desember – klukkan 20:00 ætla Bubbi & Óli að ræða um óveðursútköll. Titill umræðunnar er "Fyrir hverja? Hvað er gert? Hvar er dótið geymt?" og verður farið yfir helstu atriði sem við þurfum að standa klár á í óveðursútköllum. Hvetjum alla til að mæta!
Eftir áramót verða þriðjudagarnir efldir á ný en til stendur að vera með fyrirlestra, ferðir og ýmislegt sniðugt fyrir inngengna á þriðjudögum til móts við nýliðana.

Útkall gulur – Leit að rjúpnaskyttu

Leit stendur yfir að rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið í uppsveitum Árnsessýslu síðan á laugardag.

Á sunnudag tóku 15 manns frá FBSR þátt í leitinni en um 150 björgunarsveitarmenn úr 30 björgunarsveitum af öllu Suðvesturlandinu hafa komið að leitinni. Í morgun hélt 13 manna hópur austur á 3 bílum frá sveitinni en leit átti að hefjast að nýju við birtingu.

Leitarsvæðið er stórt og erfitt yfirferðar. Þó hefur tekist að fara nokkuð vel yfir það. Engar vísbendingar hafa enn fundist um ferðir mannsins. Búið er að vera ágætis veður en kalt á fjöllum. Í nótt snjóaði á svæðinu.

Opinn stjórnarfundur 24.nóvember

Minnum á opinn stjórnarfund sem fram fer á mánudaginn 24. nóvember kl. 20.00. Opnir stjórnarfundir eru haldnir síðasta mánudag í mánuði. Dagskrá hvers fundar fer eftir hvað er að gerast á hverjum tíma og ef þið hafið einhver sérstök málefni sem þið viljið ræða þá endilega látið okkur vita með því að senda póst á [email protected].

Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.

Hellweekend og fyrstahjálp

Eftir að hafa verið eins og blóm í eggi síðasta árið mun annars árs nýliðum okkar nú skellt á steikarpönnuna á Hellweekend undir tryggri stjórn Matta (skratta).  
Á sama tíma mun B1 vera í fyrstuhjálparæfingum að Flugvallarvegi en í siðasta mánuði tóku þau fyrstuhjálp 1 og er verið að bæta við verklega æfingahlutann.  B1 verður undir stjórn Kittu og Emils.

Ef þig langar til að taka þátt í öðrumhvorum atburðinum skaltu hafa samband við þau eða Stefán Þ.