Leit að tveim mönnum í Skarðsheiði 20.desember 08

Af vef SL:
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leituðu á laugardagskvöld tveggja manna sem villtust í slæmu veðri í Skarðsheiði undir kvöldið. Annar mannanna fannst fljótlega heill á húfi en símasamband var við hinn manninn meðan hans var leitað. Hátt í hundrað manns á vegum björgunarsveitanna komu að leitinni.  Skafrenningur og töluverður vindur var á svæðinu og færð þung sem tafði fyrir björgunarmönnum.
Seinni maðurinn fannst um klukkan 22.00, kaldur og hrakinn og sótti þyrla Landhelgisgæslunnar hann.

Var einn fjögurra manna bíll sendur frá sveitinni auk þess sem tveir flubbar fóru með bíl frá hssr.