Þriðjudagsatburður – Óveðursútköll

Í kvöld – þriðjudaginn 2.desember – klukkan 20:00 ætla Bubbi & Óli að ræða um óveðursútköll. Titill umræðunnar er "Fyrir hverja? Hvað er gert? Hvar er dótið geymt?" og verður farið yfir helstu atriði sem við þurfum að standa klár á í óveðursútköllum. Hvetjum alla til að mæta!
Eftir áramót verða þriðjudagarnir efldir á ný en til stendur að vera með fyrirlestra, ferðir og ýmislegt sniðugt fyrir inngengna á þriðjudögum til móts við nýliðana.