Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Fyrirlestraröð

Í viðbót við fyrirlestra Jóns og Dagbjarts sem þegar hafa verið auglýstir fáum við Arnar Bergmann til okkar á fimmtdaginn. Höfum við því þrjá mjög skemmtilega fyrirlestra í næstu viku, nokkuð sem lýsa má sem mini-Björgun. Vikunni verður svo lokað með góðri ferð í Landmannalaugar.

Þriðjudaginn 8.mars kl 20:00

Jón Gauti Jónsson Flubbi og Fjallaleiðsögumaður segir frá slysi í Skessuhorni, aðdraganada þess, viðbrögðum hópsins, aðgerðum björgunarsveitamanna og fleira tengt þessum viðburði. Fróðlegur fyrirlestur fyrir alla Flubba.

Miðvikudaginn 9.mars kl 20:00

Dagbjartur KR Brynjarsson heldur fyrirlesturinn Samantekt á gögnum um hegðun týndra á Íslandi. Þetta verður í kjarnanum sami fyrirlestur og hann fór með á Björgun 22.- 24. október 2010.

Fimmtudagurinn 10.mars kl 20:00

Arnar Bergmann segir okkur frá notkun vélsleða í útköllum. Hvaða verkefni þeir leysa og hvernig tækin nýtast okkur í flutningi á fólki og búnaði. Hvernig umgöngumst við tækin og hvað þurfum við að hafa í huga sem farþegar á þeim.

Gönguskíðaferð í Landmannalaugar helgina 11-13 mars

Eftir góða viku í fyrirlestrum ætlum við að skella okkur saman á gönguskíði uppí Landmannalaugar. Skemmtileg ferð á svæði sem við þekkjum öll af góðu. Ef aðstæður leyfa munu vélsleðarnir mæta og við kynnumst því verklega hvernig er að vera farþegi hjá þeim.

 

Jeppaferð

FBSR – Jeppaferð 4.-6. Mars 2011 Bílahópur er að skipuleggja jeppaferð helgina 4.-6. mars. Það eru allir meðlimir sveitarinnar velkomnir í ferðina, B2 nýliðar mega koma með en inngengnir hafa forgang í sæti, og þeir sem eiga upphækkaða bíla á 38“ dekkjum eða stærra hvattir til að mæta á sínum bílum ef mögulegt er. Patrol jeppar sveitarinnar rúma 4-5 manns hvor og í svona jeppaferð væri best að hafa ekki fleirri en 4 í bíl, því er takmarkað sætapláss. Vonumst við því til að sjá einhverja einkabíla að auki til að fleirri geti komið með í ferðina. Ferð hefst á flugvallarvegi föstudaginn 4. mars. Það er ekki komið endanlegt ferðaplan eins og er. Davíð starfsmaður tekur við skráningum í ferðina, sendið skráningu á netfangið [email protected], takið fram nafn og einnig hvort viðkomandi óski eftir sæti eða ætli að koma á eigin bíl. Endilega skrá sig sem fyrst svo við vitum hve margir bílar færu, til að hægt sé að raða fólki í bíla og sjá hve margir komist með. Kveðja, Guðni Páll f.h. Bílasviðs

Leit að manni í Reykjavík

Þann 22.febrúar var Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík kölluð út vegna leitar að Alzheimersjúklingi frá hjúkrunarheimilinu Grund. Alls tóku hátt í 20 flubbar þátt í útkallinu. Maðurinn fannst heill á húfi u.þ.b. klukkutíma eftir að kallað var út.

Rýnifundur 2. febrúar

Næsta miðvikudag þann 2. Febrúar kl. 20.30  verður haldinn rýnifundur.  Fundurinn verður haldinn í húsnæði Bjsv. Kyndils.

Listi yfir aðgerðir sem verða teknar fyrir:

16.10.2010    Leit að stúlku í Breiðholti

9.11.2010      Leit í Reykjavík Leirvogur / Mosfellsbær

13.11.201      Leit að manni í Reykjavík

5.12.2010      Leit að eldri konu í Reykjavík

10.12.2010    Hættustig stórt Keflavík

17.12.2010    Rok í Mosó

7.1.2011        Óveðursaðstoð á höfuðborgarsvæðinu

14.1.2011      Leit að manni á Kjalarnesi ( nýja grunni)

16.1.2011      Fótbrotinn maður í Heiðarhorni

17.1.2011      Air France þota með veikan flugmann

22.1.2011      4 villtir á Sveifluhálsi v. Kleifarvatn

23.1.2011      Leit að konu í Helgafelli

27.1.2011      Þjóðverji týndur síðan í gær á Eyjafjallajökli

Sérhæfðu sprungubjörgunarbúnaður

Slysavarnafélagið Landsbjörg afhenti björgunarsveitum á svæði 1 sem reka undanfara sérhæfðan sprungubjörgunarbúnað.

Búnaðurinn var fjármagnaður með þeim styrkjum sem félagið fékk í tengslum við björgunina á Langjökli á síðasta ári. Búnaðurinn verður til taks til að senda með þyrlum LHG í útköll þegar óskað er eftir sérhæfðum fjalla- og sprungubjörgunarbúnaði. Búnaðurinn er ætlaður undanförum á svæði 1 til varðvörslu og notkunar.

Undanfararnir munu síðan sjá um að viðhalda honum og endurnýja eftir
þörfum. Búnaðurinn er einnig hugsaður fyrir aðrar einingar til notkunar á
slysstað og yrði hann þá sendur með þyrlu á staðinn.

Á myndinni má sjá Halldór Magnússon taka við búnaðnum fyrir hönd FBSR ásamt fulltrúum annarra sveita á höfuðborgarsvæðinu.

Óveðursútkall á höfuðborgarsvæðinu

Í morgun var sveitin kölluð út vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu. Voru fyrstu menn mættir í hús og farnir að ná í bílana úr geymslu um hálftíma eftir kallið en fyrsta verkefni barst þó ekki fyrr en um klukkutíma síðar.

Erum við nú ein sveita í útkallinu en verkefni eru sem betur fer fá enn sem komið er.

 

Slútt – fyrir partý

Mæting á Flugvallarveginn laugardaginn 8. janúar 2011 kl 10.00 til ca hádegis (eða eftir hvað við verðum dugleg). Öllu komið á sinn stað – skúrað, skrúbbað og bónað. Það verða langir verkefnalistar á töflunni sem þarf að tæma! Yfir-verkefna-skipuleggjendur eru: Stefán seðill, Ásgeir áramótaflugeldur og Bogga birgðarnefnd. Það ætti því engann að skorta verkefni. Við verðum vonandi búin að rumpa fyrir-partýinu af um hádegi þannig að allir komast í heitt bað og smá bjútítrítment fyrir kvöldið.

Síðustu atriði afmælisársins

Núliðin helgi var síðasta viðburðarhelgi afmælisársins en því hefur verið fagnað með opnu húsi á Menningarnótt, fjölmennri ferð á Bárðabungu, stórri björgunaræfingu þar sem öllum björgunarsveitum landsins var boðin þátttaka og nú um helgina með kaffisamsæti og árshátíð félagsmanna.

FBSR vill þakka afmælisgestunum kærlega fyrir komuna, gjafirnar og hlý orð í okkar garð. Á föstudag skrifuðu yfir 200 manns sig í gestabókina og fór það framm úr okkar björtustu vonum.