Óveðursútkall á höfuðborgarsvæðinu

Í morgun var sveitin kölluð út vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu. Voru fyrstu menn mættir í hús og farnir að ná í bílana úr geymslu um hálftíma eftir kallið en fyrsta verkefni barst þó ekki fyrr en um klukkutíma síðar.

Erum við nú ein sveita í útkallinu en verkefni eru sem betur fer fá enn sem komið er.