Slútt – fyrir partý

Mæting á Flugvallarveginn laugardaginn 8. janúar 2011 kl 10.00 til ca hádegis (eða eftir hvað við verðum dugleg). Öllu komið á sinn stað – skúrað, skrúbbað og bónað. Það verða langir verkefnalistar á töflunni sem þarf að tæma! Yfir-verkefna-skipuleggjendur eru: Stefán seðill, Ásgeir áramótaflugeldur og Bogga birgðarnefnd. Það ætti því engann að skorta verkefni. Við verðum vonandi búin að rumpa fyrir-partýinu af um hádegi þannig að allir komast í heitt bað og smá bjútítrítment fyrir kvöldið.