Sérhæfðu sprungubjörgunarbúnaður

Slysavarnafélagið Landsbjörg afhenti björgunarsveitum á svæði 1 sem reka undanfara sérhæfðan sprungubjörgunarbúnað.

Búnaðurinn var fjármagnaður með þeim styrkjum sem félagið fékk í tengslum við björgunina á Langjökli á síðasta ári. Búnaðurinn verður til taks til að senda með þyrlum LHG í útköll þegar óskað er eftir sérhæfðum fjalla- og sprungubjörgunarbúnaði. Búnaðurinn er ætlaður undanförum á svæði 1 til varðvörslu og notkunar.

Undanfararnir munu síðan sjá um að viðhalda honum og endurnýja eftir
þörfum. Búnaðurinn er einnig hugsaður fyrir aðrar einingar til notkunar á
slysstað og yrði hann þá sendur með þyrlu á staðinn.

Á myndinni má sjá Halldór Magnússon taka við búnaðnum fyrir hönd FBSR ásamt fulltrúum annarra sveita á höfuðborgarsvæðinu.