Síðustu atriði afmælisársins

Núliðin helgi var síðasta viðburðarhelgi afmælisársins en því hefur verið fagnað með opnu húsi á Menningarnótt, fjölmennri ferð á Bárðabungu, stórri björgunaræfingu þar sem öllum björgunarsveitum landsins var boðin þátttaka og nú um helgina með kaffisamsæti og árshátíð félagsmanna.

FBSR vill þakka afmælisgestunum kærlega fyrir komuna, gjafirnar og hlý orð í okkar garð. Á föstudag skrifuðu yfir 200 manns sig í gestabókina og fór það framm úr okkar björtustu vonum.