Jeppaferð

FBSR – Jeppaferð 4.-6. Mars 2011 Bílahópur er að skipuleggja jeppaferð helgina 4.-6. mars. Það eru allir meðlimir sveitarinnar velkomnir í ferðina, B2 nýliðar mega koma með en inngengnir hafa forgang í sæti, og þeir sem eiga upphækkaða bíla á 38“ dekkjum eða stærra hvattir til að mæta á sínum bílum ef mögulegt er. Patrol jeppar sveitarinnar rúma 4-5 manns hvor og í svona jeppaferð væri best að hafa ekki fleirri en 4 í bíl, því er takmarkað sætapláss. Vonumst við því til að sjá einhverja einkabíla að auki til að fleirri geti komið með í ferðina. Ferð hefst á flugvallarvegi föstudaginn 4. mars. Það er ekki komið endanlegt ferðaplan eins og er. Davíð starfsmaður tekur við skráningum í ferðina, sendið skráningu á netfangið [email protected], takið fram nafn og einnig hvort viðkomandi óski eftir sæti eða ætli að koma á eigin bíl. Endilega skrá sig sem fyrst svo við vitum hve margir bílar færu, til að hægt sé að raða fólki í bíla og sjá hve margir komist með. Kveðja, Guðni Páll f.h. Bílasviðs