Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Þakkir og þrettándasala

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík vill þakka öllum  þeim er styrktu starf sveitarinnar með kaupum á jólatrjám og/eða flugeldum núna í desembermánuði. Salan gekk vonum framar og með henni er rekstur sveitarinnar tryggður áfram 🙂

Við minnum jafnframt hina sprengiglöðu á að við verðum með þrettándasölu í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg 5. og 6.janúar.

Sölustaðurinn verður opinn sem hér segir:

Fimmtudagur: 16:00 – 20:00

Föstudagur: 12:00 – 20:00

 

Neyðarlögin 2011

Nú er að fara í gang söfnunarátak til handa björgunarsveitum landsins með sölu á geisladisknum Neyðarlögin 2011 fram til áramóta.
Við væntum þess að björgunarsveitir skipuleggi sem fyrst sölu á honum með því að ganga í hús í sínu byggðarlagi sem og með sölu við verslanir og þjónustustofnanir. Diskurinn kostar þar 2.500 krónur.. Diskurinn verður jafnframt seldur í verslunum og bensínstöðum til áramóta.

Sjá einnig fésbókarsíðuna
http://www.facebook.com/pages/Neydarlogin_2011/309808472371754?sk=wall.

Finna má nánari upplýsingar í netpósti sem sendur hefur verið á netfangið þitt.

MYNDASÝNING Á ÞRIÐJUDAGINN!

ó hó hó…. kominn snjór og tími á skemmtilega myndasýningu á Þriðjudaginn kemur (29. nóv) kl. 20.00 niður í Sveit. Halli Kristins og Maggi Andrésar sýna myndir úr ferð sem þeir félagar fóru á fjallið Mt. Kazbek í Georgíu í ágúst stl. Allir að mæta með góða skapið og skrifblokk fyrir eiginhandaáritanir….

Hér er smá upprifjun af „“statusi““ sem var póstaður á facebook síðu FBSR eftir ferðina.
——-
Flubbar fyrstir Íslendinga á Mount Kazbek
Flubbarnir Hallgrímur Kristinsson og Magnús Andrésson komust núna á mánudaginn 15. Ágúst, fyrstir Íslendinga á top Mount Kazbek í Georgíu (5.047 mys). Þeir voru þar á ferð með fimm öðrum Íslendingum og komust allir á toppinn eftir fjögurra daga aðlögun á fjallinu. Mount Kazbek er eitt af hæstu fjöllum Kákasus fjallgarðsins og stendur á landamærum Georgíu og Rússlands. Fjallið er hæsta eldfjall Georgíu og þykir eitt fallegasta fjall Kákasus enda er það gjarnan notað á kynningarefni fyrir Georgíu. Hallgrímur og Magnús voru á toppnum um hádegi á Georgískum tíma en höfðu lagt af stað úr efstu búðum um klukkan fjögur um morguninn. Samtals tók toppadagurinn um 14 klst. Sól var á toppnum en töluverður vindur og hálfskýjað. Á meðfylgjandi mynd má sjá félaganna bera stoltur fána FBSR á toppnum

Olís sérkjör handa þér og þínum

Hér eru upplýsingar sem við biðjum þig um að lesa vel og taka þátt í með okkur. Einnig hafa þessar upplýsingar verið sendar þér á netpósti.  Mundu að þetta er handa þér, vinum og vandamönnum.   Allir eiga að geta lagt okkur lið.

Sérkjör fyrir félagsmenn, vini og vandamenn Slysa-varnarfélagsins Landsbjargar
Olís og ÓB bjóða félagsmönnum, vinum og vandamönnum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar Tvennukort Olís og ÓB. Tvennukortið er staðgreiðslukort sem tryggir þér góðan afslátt af eldsneyti, vörum og þjónustu hjá Olís og ÓB. Ekki þarf að tengja kortið við debet- eða kreditkort, þú einfaldlega framvísar kortinu þegar þú greiðir.
Afsláttur sem kortið veitir:
-5 kr. af lítra frá dæluverði á þjónustustöðvum Olís
-3 kr. af lítra frá dæluverði hjá ÓB
15% afsláttur af bílavörum á þjónustustöðvum Olís
12% afsláttur af smurolíum hjá Olís
10% afsláttur af Quiznos og heitum mat hjá Olís
5-10% afsláttur af öðrum vörum
nema af tóbaki, símakortum, happadrætti, tímaritum eða blöðum
10% afsláttur af útivistar- og ferðavörum hjá Ellingsen
nema af ferðatækjum eða vörum á tilboði
10% afsláttur hjá smurstöðvum Olís og hjá MAX 1
Sérstakur stuðningur við þína sveit
Olís og ÓB greiða 2.500 kr. til félagsins fyrir hvert útgefið kort sem nær lágmarksveltu (200 lítrar). Til viðbótar fær félagið 1 krónu af hverjum eldsneytislítra sem greiddur er með kortinu.
Svona sækirðu um sérkjörin
Þú getur sótt um kortið á http://www.olis.is/landsbjorg
Gættu þess að velja í flettiglugganum þína sveit og setja í reitinn þar sem stendur „Hópur“.
Við sendum þér svo kortið heim í pósti, þér að kostnaðarlausu.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um sérkjörin hafðu samband kortadeild Olís í síma 515 1141.

Kv. stjórn.

 

 

Neyðarkallinn fjáröflun

NEYÐARKALLINN 2011 !



Kæru félagar sala á NEYÐARKALLINUM verður dagana 3. til 6. nóvember 2011, félagar eru allir hvattir til að taka þátt í þessari öflugu fjáröflun, skráning á vaktir eru að finna nánar í netpóstinum sem sendur hefur verið til þín.


Kær kveðja

Jón 8930733, Þráinn 6900710 og Stefán Þór 8444643.

Myndasýning Frakklandsfaranna

Fimm ferskir og fjallmyndalegir Flubbar dvöldu nýverið vikulangt í Annecy í Frakklandi þar sem þeir kynntu sér starfsemi 

fjallabjörgunarsveitarinnar og slökkviliðsins á svæðinu. 
Frakkarnir voru einstaklega gestrisnir og lögðu sig fram við að sýna Flubbum allar hliðar starfsemi sinnar, jafnt innanhúss sem utan.
 
Þriðjudagskvöldið 18.október kl.20 munu ferðalangarnir segja frá ferð sinni í máli og myndum.
Endalega kíkið og heyrið meira um það frábæra starf sem GMSP 74 (Le Groupe Montagne de Sapeurs-Pompiers de la Haute-Savoie) vinna á sínum heimaslóðum.
 
Kveðjur
 
Atli, Haukur, Heiða, Helgi og Sveinborg

Landsæfing 2011

Síðastliðna helgi var landsæfing á Ísafirði og nágrenni. Frá okkur fóru um 30 manns í þremur mismunandi hópum. Fjallasvið, leitarsvið og bílasvið. Farið var á FBSR 3, FBSR 4 og FBSR 5 ásamt einkabílum. Gist var í Grunnskólanum á Bolungarvík.

Landsæfing 2011

Síðastliðna helgi var landsæfing á Ísafirði og nágrenni. Frá okkur fóru um 30 manns í þremur mismunandi hópum. Fjallasvið, leitarsvið og bílasvið. Farið var á FBSR 3, FBSR 4 og FBSR 5 ásamt einkabílum. Gist var í Grunnskólanum á Bolungarvík.
Rýnifundur um æfinguna verður haldin strax að loknum frágangi eða kl 20 þriðjudaginn 11.Okt. Allir félagar velkomnir.