Category Archives: Tilkynningar

Umsóknir námskeiða

Nýtt fyrirkomulag er á umsóknum um námskeið.  Hafi viðkomandi áhuga á einhverju námskeiði Björgunarskólans skal hann sækja um það til síns sviðsstjóra og mun umsóknin tekin fyrir á næsta Sviðsstjórafundi.

Kveðja Stjórn

Sjálfsmat og stöðumat

Hæ félagi.
Núna er að finna á vef Landsbjargar www.landsbjorg.is/skoli upplýsingar
um sjálfsmat og stöðumat.  Takist þér vel upp í sjálfsmatinu þá er næsta
skref að taka stöðumat..  Hér er um að ræða möguleika að taka "test" á kunnáttu sinni og
takist það vel færðu það skráð auk metið sem fullt námskeið og málið er dautt.  

Námskeiðin sem eru í boði eru: fyrsta hjálp, fjallamennska 1, leitartækni, snjóflóð 1 og ferðamennska.

Kveðja Ottó.

Lávarðafundur

Þessa stundina eru Lávarðar að funda í hús í sínu venjulega laugardagskaffi og hafa menn frá mörgu að segja.  Í salnum er síðan námskeið fallhlífaklúbbsins og sleðamaðurinn Stefán Már að vinna í salnum.  Mikið líf í húsi þessa stundina.

 

Ottó.

Hálendisgæslan

Stjórnarfundi var að ljúka fyrir stundu og er það ákvörðun stjórnar að FBSR mun ekki taka þátt í hálendisgæslunni þetta árið.  Séu spurningar varðandi ákvörðunina þá sendið mér netpóst eða hringið í mig.

Ottó.

Þakkir og þrettándasala

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík vill þakka öllum  þeim er styrktu starf sveitarinnar með kaupum á jólatrjám og/eða flugeldum núna í desembermánuði. Salan gekk vonum framar og með henni er rekstur sveitarinnar tryggður áfram 🙂

Við minnum jafnframt hina sprengiglöðu á að við verðum með þrettándasölu í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg 5. og 6.janúar.

Sölustaðurinn verður opinn sem hér segir:

Fimmtudagur: 16:00 – 20:00

Föstudagur: 12:00 – 20:00

 

Jólatrésalan er hafin

Enn eitt árið er hafið í jólatrésölunni Tveir sölustaðir eru í ár sem eru Grasagarðurinn í Laugardal og svo í húsi FBSR á Flugvallarvegi.

Opnunartímar í húsi FBSR eru :
12:00-22:00 virka daga
10:00-22:00 um helgar

Opnunartímar í Grasagarðinum eru :
13:00-17:00 um helgarnar 10-11. desember og 17-18 desember

Höfum til sölu jólatré, greni og jólatréfætur.

Heitt kakó á könnunni og piparkökur
Verið hjartanlega velkomin

YKKAR STUÐNINGUR ER OKKAR STYRKUR.

Með bestu kveðjum FBSR.

Neyðarlögin 2011

Nú er að fara í gang söfnunarátak til handa björgunarsveitum landsins með sölu á geisladisknum Neyðarlögin 2011 fram til áramóta.
Við væntum þess að björgunarsveitir skipuleggi sem fyrst sölu á honum með því að ganga í hús í sínu byggðarlagi sem og með sölu við verslanir og þjónustustofnanir. Diskurinn kostar þar 2.500 krónur.. Diskurinn verður jafnframt seldur í verslunum og bensínstöðum til áramóta.

Sjá einnig fésbókarsíðuna
http://www.facebook.com/pages/Neydarlogin_2011/309808472371754?sk=wall.

Finna má nánari upplýsingar í netpósti sem sendur hefur verið á netfangið þitt.

MYNDASÝNING Á ÞRIÐJUDAGINN!

ó hó hó…. kominn snjór og tími á skemmtilega myndasýningu á Þriðjudaginn kemur (29. nóv) kl. 20.00 niður í Sveit. Halli Kristins og Maggi Andrésar sýna myndir úr ferð sem þeir félagar fóru á fjallið Mt. Kazbek í Georgíu í ágúst stl. Allir að mæta með góða skapið og skrifblokk fyrir eiginhandaáritanir….

Hér er smá upprifjun af “”statusi”” sem var póstaður á facebook síðu FBSR eftir ferðina.
——-
Flubbar fyrstir Íslendinga á Mount Kazbek
Flubbarnir Hallgrímur Kristinsson og Magnús Andrésson komust núna á mánudaginn 15. Ágúst, fyrstir Íslendinga á top Mount Kazbek í Georgíu (5.047 mys). Þeir voru þar á ferð með fimm öðrum Íslendingum og komust allir á toppinn eftir fjögurra daga aðlögun á fjallinu. Mount Kazbek er eitt af hæstu fjöllum Kákasus fjallgarðsins og stendur á landamærum Georgíu og Rússlands. Fjallið er hæsta eldfjall Georgíu og þykir eitt fallegasta fjall Kákasus enda er það gjarnan notað á kynningarefni fyrir Georgíu. Hallgrímur og Magnús voru á toppnum um hádegi á Georgískum tíma en höfðu lagt af stað úr efstu búðum um klukkan fjögur um morguninn. Samtals tók toppadagurinn um 14 klst. Sól var á toppnum en töluverður vindur og hálfskýjað. Á meðfylgjandi mynd má sjá félaganna bera stoltur fána FBSR á toppnum