Ný stjórn tekur til starfa

fbsrÁ aðalfundi FBSR þann 20. maí var ný stjórn kosin sem mun starfa næsta starfsár. Jóhannes Ingi Kolbeinsson var endurkjörinn formaður og þá var Kristbjörg Pálsdóttir endurkjörin í stjórnina til tveggja ára. Jón Smári Jónsson var auk hennar kosinn til tveggja ára og þau Björn Víkingur Ágústsson og Margrét Aðalsteinsdóttir voru kosin varamenn til eins árs. Fyrir í stjórn voru þeir Þorsteinn Ásgrímsson og Björn Jóhann Gunnarsson, en þeir voru á síðasta ári kosnir til tveggja ára.

Fyrsti stjórnarfundur var haldinn þriðjudaginn 27. maí og skipti þá stjórn með sér verkum. Engar breytingar voru gerðar á hlutverkum þeirra sem fyrir voru í stjórn, en Jón Smári tók við meðstjórnendahlutverkinu. Frekari upplýsingar um stjórn, hlutverk og sviðstjóra má sjá á þessari síðu.

Fundargerð aðalfundar og fyrsta stjórnarfundar munu koma inn á d4H fljótlega.