fbsrNæstkomandi þriðjudag, 20. maí, verður aðalfundur FBSR haldinn í húsnæðis félagsins við Flugvallarveg kl 20:00. Utan hefðbundinna aðalfundarstarfa verða nýliðar sem hafa gengið í gegnum prógramm síðustu tveggja ára teknir inn sem fullgildir meðlimir og þá verður kvennadeildin með kaffi og kökur sem endranær.

Stjórn mun leggja fram nokkrar lagabreytingar, en nánari upplýsingar hafa verið sendar bæði í fréttabréfi og pósti. Þá fer fram kosning á formanni, tveimur meðstjórnendum og tveimur varamönnum í stjórn.

Stjórn hvetur alla meðlimi til að mæta.