50 ára afmæliskaffi fyrsta nýliðahópsins

Kæru félagar.
Eins og áður hefur komið fram ætlum við að hittast n.k. laugardag 28. sept. á milli kl. 11.00 og 13.00 og eiga góða stund saman í félagsheimili okkar til að minnast þess að 50 ár eru í þessum mánuði síðan fyrsti nýliðahópurinn var stofnaður.
Góðar veitingar verða á boðstólnum og vonandi mikið af félögum sem láta sjá sig. Gott tilefni til þess að hittast og spjalla.
Bestu kveðjur og sjáumst sem flest þarna.
Stjórn FBSR