Olís sérkjör handa þér og þínum

Hér eru upplýsingar sem við biðjum þig um að lesa vel og taka þátt í með okkur. Einnig hafa þessar upplýsingar verið sendar þér á netpósti.  Mundu að þetta er handa þér, vinum og vandamönnum.   Allir eiga að geta lagt okkur lið.

Sérkjör fyrir félagsmenn, vini og vandamenn Slysa-varnarfélagsins Landsbjargar
Olís og ÓB bjóða félagsmönnum, vinum og vandamönnum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar Tvennukort Olís og ÓB. Tvennukortið er staðgreiðslukort sem tryggir þér góðan afslátt af eldsneyti, vörum og þjónustu hjá Olís og ÓB. Ekki þarf að tengja kortið við debet- eða kreditkort, þú einfaldlega framvísar kortinu þegar þú greiðir.
Afsláttur sem kortið veitir:
-5 kr. af lítra frá dæluverði á þjónustustöðvum Olís
-3 kr. af lítra frá dæluverði hjá ÓB
15% afsláttur af bílavörum á þjónustustöðvum Olís
12% afsláttur af smurolíum hjá Olís
10% afsláttur af Quiznos og heitum mat hjá Olís
5-10% afsláttur af öðrum vörum
nema af tóbaki, símakortum, happadrætti, tímaritum eða blöðum
10% afsláttur af útivistar- og ferðavörum hjá Ellingsen
nema af ferðatækjum eða vörum á tilboði
10% afsláttur hjá smurstöðvum Olís og hjá MAX 1
Sérstakur stuðningur við þína sveit
Olís og ÓB greiða 2.500 kr. til félagsins fyrir hvert útgefið kort sem nær lágmarksveltu (200 lítrar). Til viðbótar fær félagið 1 krónu af hverjum eldsneytislítra sem greiddur er með kortinu.
Svona sækirðu um sérkjörin
Þú getur sótt um kortið á http://www.olis.is/landsbjorg
Gættu þess að velja í flettiglugganum þína sveit og setja í reitinn þar sem stendur „Hópur“.
Við sendum þér svo kortið heim í pósti, þér að kostnaðarlausu.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um sérkjörin hafðu samband kortadeild Olís í síma 515 1141.

Kv. stjórn.