Myndasýning Frakklandsfaranna

Fimm ferskir og fjallmyndalegir Flubbar dvöldu nýverið vikulangt í Annecy í Frakklandi þar sem þeir kynntu sér starfsemi 

fjallabjörgunarsveitarinnar og slökkviliðsins á svæðinu. 
Frakkarnir voru einstaklega gestrisnir og lögðu sig fram við að sýna Flubbum allar hliðar starfsemi sinnar, jafnt innanhúss sem utan.
 
Þriðjudagskvöldið 18.október kl.20 munu ferðalangarnir segja frá ferð sinni í máli og myndum.
Endalega kíkið og heyrið meira um það frábæra starf sem GMSP 74 (Le Groupe Montagne de Sapeurs-Pompiers de la Haute-Savoie) vinna á sínum heimaslóðum.
 
Kveðjur
 
Atli, Haukur, Heiða, Helgi og Sveinborg