Þakkir og þrettándasala

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík vill þakka öllum  þeim er styrktu starf sveitarinnar með kaupum á jólatrjám og/eða flugeldum núna í desembermánuði. Salan gekk vonum framar og með henni er rekstur sveitarinnar tryggður áfram 🙂

Við minnum jafnframt hina sprengiglöðu á að við verðum með þrettándasölu í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg 5. og 6.janúar.

Sölustaðurinn verður opinn sem hér segir:

Fimmtudagur: 16:00 – 20:00

Föstudagur: 12:00 – 20:00