Ertu Flubbi og hefur þú áhuga á WFR námskeiði? Ef áhugi reynist nægur þá ætlum við að fá námskeið hjá Björgunarskólanum sérsniðið handa okkur í mars/apríl. Sendu póst á ritara ef þú vilt vera með.
Greinasafn eftir: stjorn
Fjallabjörgun á vetrarhátíð
Fjallahópur var með línuverkefni á vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Hópurinn setti línubrú með krana (Kooteney Highline) ofan af þaki Þingholtsstrætis 27 og niður í garð í Miðstræti 5.
Gestir hátíðarinnar gengu frá Hallgrímskirkju og niður í Ráðhús eftir ákveðinni leið um Þingholtin og voru mörg atriði eða uppákomur á leiðinni. Þar á meðal okkar atriði þar sem sigið var niður úr línubrúnni niður í gönguna og annar hífður upp úr göngunni.
Fleiri myndir má nálgast hér.
Óveðursaðstoð 8. febrúar
8. febrúar var sveitin kölluð út vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af bílum FBSR fóru úr húsi snemma kvölds en aðgerðum var lokið uppúr klukkan 03.
Leit í Esju
9. febrúar var sveitin kölluð út til leitar að fjórum piltum sem villst höfðu í blindbil á Esju. Fundust piltarnir fljótlega og var komið niður í giftursamlega.
Ófærð í Þrengslunum og Hellisheiði
Nú í morgun voru sveitir af höfuðborgarsvæðinu kallaðar út til stuðnings við svæði 3 vegna ófærðar í Þrengslunum og á Hellisheiði. Tveir bílar frá FBSR fóru úr húsi á tíunda tímanum en einnig eru HSSR og HSG með bíla á svæðinu.
Leitaræfing
Laugardaginn 9. febrúar verður haldin leitaræfing á vegum sveitarinnar. Farið verður úr húsi klukkan 09:00 og mun æfingin standa frammeftir degi.
Allir, hvort sem eru inngengnir, óvirkir eða nýliðar eru velkomnir.
Einnig minnum við á sameiginlega leitaræfingu sveita á höfuðborgarsvæðinu sem haldin verður mánudaginn 11. febrúar og hefst klukkan 18.
Myndir úr afmæli SL
Hægt er að sjá myndir frá afmæli SL sem haldið var þriðjudaginn 29.janúar síðastliðinn á eftirfarandi hlekk.
80 ár merkra afreka
Afmælisfagnaður Slysvarnafélags Íslands var haldin í Listasafni Reykjavíkur, en 80 ár eru frá stofnun þess, samtökin heita í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg, eftir að allar björgunarsveitir á landinu sameinuðust undir einum hatti seint á síðustu öld.
Þessi fagnaður var sérlega flottur, lýsing í salnum algjör snild og skipulagið mjög gott, nánast allr tímasetningar stóðust, þeas ein ræðan fór dálítið fram úr þeim tíma sem henni var ætlað. Veitingarnar voru að Kvennadeilda sið, kaffi, kökur, kleinur, pönnukökkur og frábærar hnallþórur. Félaginu voru færðar gjafir frá Landhelgisgæslunni, Ríkisstjórninni, RNLI Bretlandi og nokkrum öðrum sjálfsagt. Tveir voru heiðraðir fyrir störf í þágu Slysvarnafélagsins Landsbjargar, en þetta er fyrsta heiðrunin undir nafni þess, Gunnar Tómasson og Ólafur Proppé, fengu heiðursmerki og heiðursskjöld. fagnaðinum lauk á ellef tatímanum og fóru allir saddir og mettir heim.
Afmæli SL
Af vefnum www.Landsbjorg.is :
Ágætu félagar, 29. janúar n.k. mun SL halda upp á að 80 ár eru liðin frá því að stofnað var landsfélag um björgunar- og slysavarnamál í landinu. Slysavarnafélag Íslands var stofnað 29. janúar 1928 og munum við fagna þessum tímamótum saman í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu.
Við hvetjum ykkur að mæta í fatnaði tengdum félaginu. Það væri einnig gaman ef eihverjir myndu klæðast eldri fatnað en það tengir okkur við fortíðina. Verið nú dugleg að hafa samband við eldri félaga og bjóða þeim í afmælið. Það verður opið hús fyrri alla núverandi og eldri félaga SL. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta í þetta merkilega afmæli. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni. Hlakka til að sjá ykkur öll Kristinn Ólafsson Framkvæmdastjóri SL
Ófærð í Reykjavík
Að morgni 25. janúar var sveitin kölluð út vegna ófærðar í Reykjavík. Snjóað hefur talsvert í borginni og hefur Framkvæmdasvið Reyjkavíkurborgar ekki undan við að halda götum opnum.
Þrír bílar á vegum sveitarinnar eru í verkefnum.