Greinasafn eftir: stjorn

Útkall í Skarðsheiði 28.mars

28.mars var sveitin kölluð út til bjargar konu sem féll í Skarðsheiði.  Tveir bílar frá sveitinni fóru en auk þeirra voru félagar sveitarinnar að störfum fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn á svæðinu og tóku þeir einnig þátt í verkefninu.

Í það heila komu um 120 björgunarmenn að aðgerðinni sem stóð frá því um 14 fram undir kvöld.

Sviðafundir

Þriðjudaginn 31.mars klukkan 20:00 verður sviða-vinnukvöld á Flugvallarveginum. Ætlunin er að taka stöðuna á öllum sviðum sveitarinnar, sjá hvort eitthvað vanti og þá að forgangsraða úrvinnsluatriðum.

Kvöldið verður þannig að settir verða upp vinnuhópar fyrir hvert svið og farið yfir málefni þess.  Í hverjum hóp verður fulltrúi stjórnar og umsjónarmaður sviðsins auk þeirra sem áhuga hafa á tilteknum atriðum.

Fjallamennska að atvinnu

Miðvikudaginn 18. mars ætlar Jökull Bergmann að snúa aftur til útungunarstöðvar sinnar og segja okkur frá því sem hann hefur verið að bralla síðustu misserin. Hvað felst í því að vera UIAGM-IFMGA fjallaleiðsögumaður og hvernig maður á að bera sig að í náminu og vinnunni.

Hefst klukkan 19:30.

Gott framtak hjá ISALP

Í kvöld klukkan 20 mun Íslenski Alpaklubburinn standa fyrir umræðukvöldi um öryggi á fjöllum.  Til stendur að ræða snjóflóð, hrun, lélegar tryggingar í klifri og önnur efni eftir því sem þátttakendur bera upp.  Hvetjum við alla sem vilja kenna sig við fjallamennsku til að mæta í Klifurhúsið og taka þátt, hlusta og læra af reynslu annarra.

Skíðaferð til Akureyrar

Vegna bágborinna snjóalaga og krapa víða um land ætla B1 og B2 að slaufa
gönguskíðaferð sinni um næstu helgi (27.feb – 1.mars) og leggja í óvenjulega skíða-Flubbaferð norður til Akureyrar

Mæting er kl. 19:00 á föstudaginn í FBSR og brottför kl. 20:00.

Gisting verður að öllum
líkindum í tjöldum.

Fólk er hvatt til þess að mæta útbúið snjóflóðabúnaði
og tilbehör til þess að geta farið af öryggi eitthvað upp fyrir hefðbundið
skíðasvæði.

Eins og í allar ferðir eru inngengnir hvattir til að mæta.Tilkynnið þátttöku til Steinars í síma 6915552 eða á [email protected]

Vonumst til þess að sjá sem flesta.

 

Árshátíð FBSR

Árshátíð FBSR verður haldin í skíðaskálanum í Hveradölum laugardaginn 7. mars nk.

 

Samkvæmið hefst með fordrykk í húsi FBSR kl 17:30 og svo kl 18:30 mun rúta flytja mannskapinn í skíðaskálann. Þar verður boðið upp á glæsilega 3 rétta máltíð að hætti skíðaskálans. Veislustjóri kvöldsins er okkar eina sanna Sveinborg og mun hún sjá um að halda stemningunni uppi.

 

Úrslit ljósmyndasamkeppninnar verða tilkynnt og B1 og B2 munu sýna hvað í þeim býr með frábærum skemmtiatriðum. DJ Automan og DJ Mooserwirt sjá svo til þess að dansgólfið verði heitt í lok kvöldsins.

 

Þema kvöldsins er ofurhetjubjörgunarþema og verða veitt verðlaun fyrir bestu túlkunina. Rúta mun svo flytja fólkið í 101 í lok kvölsins. 


Miðaverð er aðeins 4500 og allt innifalið. Miðasala verður á Flugvallarvegi mánudaginn 2. mars og þriðjudaginn 3. mars frá kl. 19:00 og frameftir.