Sviðafundir

Þriðjudaginn 31.mars klukkan 20:00 verður sviða-vinnukvöld á Flugvallarveginum. Ætlunin er að taka stöðuna á öllum sviðum sveitarinnar, sjá hvort eitthvað vanti og þá að forgangsraða úrvinnsluatriðum.

Kvöldið verður þannig að settir verða upp vinnuhópar fyrir hvert svið og farið yfir málefni þess.  Í hverjum hóp verður fulltrúi stjórnar og umsjónarmaður sviðsins auk þeirra sem áhuga hafa á tilteknum atriðum.