Sprungubjörgun á Sólheimajökli, 10. nóv. 2007

Um korter í 8 að morgni laugardagsins 10. nóvember var B2 mættur á svæðið, þar voru Einar, Eyþór, Gulli, Jóhann, Svanhildur, Tommi og síðan fóru Addý og Andrés með líka. Umsjónamenn voru Hjörtur og Doddi.

Við tíndum til það sem við þurftum, og síðan var lagt af stað, svona um 9. eitthvað ruglaðist Hjörtur á leiðarvalinu útúr bænum, og okkur sýndist á öllu að hann ætlaði bara vestur í bæ. En eftir smá útúrdúr, komumst við nú á rétta braut og stefndum sem leið lá upp á Shell við Vesturlandsveg, þar sem keypt var kaffi og með því.

Við keyrðum upp að Sólheimajökli undir Eyjafjöllum, fórum framhjá bílveltu, en gátum ekkert hjálpað þar, allt búið.

Við vorum komin innað jökli um 11, og byrjuð að labba upp um hádegi. Byrjuðum á að æfa okkur í að ganga á broddunum, skoðuðum nokkra svelgi og gengum síðan hærra upp jökulinn. Við fundum einn helviti myndarlegan, þar sem við tókum fyrstu æfinguna. Þar var maður látinn síga niðru í svelginn, sem var ekki djúpur, ekki meira en 6 metrar max.  Settum upp doblunarkerfi, og náðum kauða upp. Þetta gerðum við tvisvar til að tryggja að við værum með þetta á hreinu.

Síðan fórum við og fundum okkur stóra og myndarlega sprungu til að taka næstu æfingu, var okkur þá skipt í 2 hópa. Uppsetningin var sjúklingur ofan í sprungu, það þurfti maður að siga niður til hans, festa við hann línu, við þurftum að ná björgunarmanninum upp með doblunarkerfi, sem við þurftum síðan að færa kerfið á línuna hjá sjúklingnum og ná honum upp úr sprungunni. Það gekk allt mjög vel, og vorum við búnir að koma sjúklingnum upp á ca. halftima.

Smá tími fór í pælingar á tryggingunni þar sem Atli var að sýna okkur nokkra mismunandi hnúta og fleira en hann og Stefán höfðu skroppið úr bænum til að kíkja á okkur.

Síðan var gengið frá og haldið niður í bílana.

Á sunnudeginum voru síðan teknar léttar sigæfingar og júmm í húsi.

The end 😉

Andrés Magnússon.

a1
Einar gerir sig kláran niðri við bíl.
a2
Aðeins að kíkja á svelg.
a3
Eyþór að fíflast eitthvað.

a4

Verið að húkka í sjúklinginn áður en honum er kippt upp.