Búnaðarbasar ISALP

Fimmtudaginn 15. nóvember verður ISALP með myndasýningu og búnaðarbasar í klifurhúsinu. ( kort )
Myndasýningin byrjar klukkan 20 og er í umþaðbil hálftíma en þá hefst basarinn.  Nú er um að gera fyrir eldri félaga að losa gamla dótið úr geymslunni og koma því í verð.  Fyrir þá yngri er þetta tilvalið tækifæri til að næla sér í allskonar dót á góðu verði. 

Hvetjum alla til að mæta, sjá flottar myndir og víla-og-díla.