Myndakvöld 1. nóv

Þann 1. nóvember verður haldið myndakvöld í húsnæði FBSR við Flugvallarveg.  Fjöldanum öllum af myndum úr hinum ýmsu ferðum jafnt innan lands og utan verður varpað á vegg og reikna má með skemmtilegum sögum, hvort sem er sönnum eða ekki jafn sönnum, dæmi hver fyrir sig.