Samstarfssamningur við 4×4

Flugbjörgunarsveitin
í Reykjavík og Ferðaklúbburinn 4×4 hafa skrifað undir samstarfssamning
sem kveður á um að félögin auki samstarf sitt á ýmsum sviðum. Hann
kveður meðal annars á um að félagsmenn 4×4 munu geta sótt námskeið á
vegum F.B.S.R og öfugt. F.B.S.R mun einnig sinna hlutverki
"björgunarsveitar" fyrir félagsmenn 4×4.Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Ferðaklúbburinn 4×4 hafa skrifað
undir samstarfssamning.  Samningurinn kveður á um að félögin auki
samstarf sitt á ýmsum sviðum.  Meðal þess sem samningurinn kveður
á um er að félagsmenn 4×4 munu geta sótt námskeið á vegum F.B.S.R og
öfugt.  Þá verða kynningar á félögunum haldnar og sveitirnar munu
starfa saman að fjáröflunum þar sem því verður við komið. Að lokum
geta félagsmenn F.B.S.R borgað félagsgistigjöld í skála 4×4 og mun það
sama eiga við um félagsmenn 4×4 sem geta borgað félagsgistigjald í
væntanlegan skála F.B.S.R í Tindfjöllum..

Jónas Guðmundsson


Fullt nafn: Jónas Guðmundsson

Gælunafn: Ekkert

Aldur:  39

Gekk inn í sveitina árið: 1989

Atvinna/nám: Er í BA í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum
með áherslu á útivist og sinni einnig prívat fyrirtækinu sem gefur út Útiveru,
tvö önnur tímarit auk annara skemmtilegra hluta.

Fjölskylduhagir:  Giftur og á tvær dætur

Gæludýr:  Hekla, sleðahundur af Samoyed tegund, tilvonandi
björgunarhundur í leitarflokki FBSR

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar:  Úff, í gegnum
árin held ég að ég hafi verið í öllum nema bílahóp. Byrjaði í sleðahóp, var svo
í fjölda ára í fjalla- undanfara- og sjúkrahóp svo ekki sé minnst á
fallhlífahópinn. Var lengi yfirflokksstjóri, varaformaður og alls konar
svoleiðis dót en er nú komin í fitumannaflokk og sit í svæðisstjórn
fyrir
hönd sveitarinnar.

Áhugamál: Útivist, ljósmyndum, ferðalög, dæturnar

Uppáhalds staður á landinu: Fjallabak í heild sinni,
guðdómlegur staður með guðdómlegum útivistarmöguleikum. Er gjörsamlega
ómögulegur ef ég kemst ekki þangað nokkrum sinnum á sumri.

Uppáhalds matur:  Hmm, uppáhalds fjallamatur er Rasberry
Crumble sem ég og Maggi fengum okkur á Grænlandi en dags daglegur er líklega
kjúklingur a la konan.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri
óska)?
Að dæturnir lifi löngu og heilsuríku lífi og nenni að hugsa
um mig í ellinni

Æðsta markmið:  Úff, að sjá hvort það er líf eftir dauðann
og hvort maður þarf að borga skatta þar líka

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Þau eru ansi
mörg. Grænlandsferðin fyrir þremur árum var fjandi eftirminnileg, fyrsta
fallhlífastökkið gleymist seint enda sannfærður um að það væri minn síðasti
dagur. Mörg útköll eru eftirminnileg bæði af góðu og illu sem geta setið í manni
svo og að félagi minn í nýliðum lést við klifur en auðvitað fyrst og fremst
góðir félagar í öll þessi ár en þau verða 20 næsta haust.


Í Grænlandsferð Flugbjörgunarsveitarinnar 2002

 

 

Mér tókst að detta í vök á Grænlandi….við það að færa annan fótinn…þegar
ég var að pissa….þarna sit ég og skipti um föt

 

 

 

 

 

 

 

 


Hekla í fyrsta útkalli sínu við Hrauneyjar (base) björgunarmanna við slys á
Langjökli


Tekið af Sveinstindi yfir Langasjó sumarið 2005


Tekið á ferð yfir Fjallabak sumarið 2005

 

 

Páskaferðin 2006 – Mýrdalsjökull – Strútslaug – Landmannalaugar

Páskaferðin 2006

Mýrdalsjökull –
Strútslaug – Landmannalaugar

Undirbúningur fyrir ferðina var alfarið í höndum nillanna í B2. Þetta árið
var ákveðið að vera með þrjá möguleika ef veður skyldi bregðast á upphaflega
ákveðnu leiðinni. Skoðuð voru kort af hálendi sunnan jökla, Drangajökull var
inni í myndinni og svo Tröllaskaginn. Þegar veðurspáin fyrir sunnanvert landið
var birt á þriðjudegi fyrir páska var ákveðið að halda sig við
Suðurlandið og
var ferðaplanið svo hljóðandi:

Fimmtudagur, skírdagur: Ekið að Mýrdalsjökli og gengið fram
til kvölds.
Föstudagurinn langi: Mýrdalsjökull kláraður og
endað við Strútslaug.
Laugardagur: Stefnan tekin á
Landmannalaugar, farið um Muggudali ofan í Sveinsgil og út eftir
Jökulgili.
Sunnudagur, páskadagur: Stefnt á Sigöldu.

Eitt markmið var sett áður en lagt var af stað og það var að komast í tvær
laugar á leiðinni.

Það sem hægt er að segja um þessa ferð er að hún heppnaðist alveg frábærlega.
Nægur snjór var á öllu svæðinu og skíðafærið mjög gott. Veðrið lék við okkur þó
svo að frostið færi niður í -13 gráður. Á fimmtudeginum var ákveðið að ganga til
kl. 18:00 og tjalda og bívaka þá. Evvi og Viddi byrjuðu á því að gera Igloo en
hættu í miðjum klíðum og bívökuðu í hálfkláruðu slotinu. Sólarlagið og ekki
síður tungl uppkoman voru með ólíkindum, tunglið nánast fullt og alveg
appelsínugult, ekki bara gult heldur eins og appelsína. Það var magnað að sofna
við þessa sýn.

Á föstudeginum þykknaði þó upp seinni partinn og snjóaði aðeins en það gekk
yfir áður en kvöldaði og um nóttina var aftur orðið heiðskírt. Það hreyfði ekki
vind á meðan það snjóaði og á tímabili rann allt saman. Eina leiðin til að
komast að Strútslaug var að ganga algjörlega eftir áttavitanum.

Á laugardeginum þurftum við að hafa varann á okkur varðandi snjóflóð og
þurftum því aðeins að breyta fyrirhugaðri leið. Þó svo að laugardagurinn væri
stysti ferðadagurinn á korti, þá reyndist hann vera sá lengsti. Þegar á það
reyndi að komast úr Sveinsgili, meðfram ánni, var það ekki hægt. Við þurftum því
að setja skinnin á skíðin og fara yfir Hrygginn milli gilja og ofan í Þrengslin
og ekki tók betra þar við. Áin hlykkjaðist um allt gilið eins og spastískur
snákur og áður en yfir lauk höfðum við vaðið hana 5 sinnum og þar af einn í
hópnum farið yfir hana fram og til baka 24 sinnum. Við komum í Landmannalaugar
kl. 23 og höfðum verið á ferðinni í tíu og hálfan tíma. Á þeim tímapunkti var
ákveðið að kanna hvort ekki væri gistipláss laust sem og það var. Öll voru kát
með það og tóku hraustlega til matar síns og ekki leið á löngu uns allir voru
sofnaðir.

Daginn eftir var farið í laugina og svo haldið á leið í Sigöldu. Þegar
við vorum að koma að Ballarvaði (Bjallavaði) sáum við hvar Beggi Trucker var
mættur á Fordinum. Hann hafði hitt einhverja jeppakalla sem komu frá
Landmannalaugum og þeir borið honum þær fréttir að enginn snjór væri frá
Ballarvaði (Bjallavaði) og því væri best fyrir hann að fara á móti okkur. Þetta
koma ekki að sök. Hælsæri voru farin að hrjá mannskapinn og allir voru sáttir
við þessa tilhögun. Nú var búnaðinum hlaðið í bílinn og ekið í Hrauneyjar og
ferðalangarnir teknir í r&$$#%&%# í sjoppunni þar (þvílík verðlagning).
Jæja klakklaust komumst við í bæinn og voru allir sáttir við túrinn. Nillarnir
sýndu það í þessari ferð að þeir eru þess verðugir að ganga í sveitina að mánuði
liðnum. Ég þakka krökkunum fyrir frábærar stundir á þessu árum og vona að þau
séu ánægð með þau líka.

Matti Zig

 

 


Ólöf og Viðar


Ragna

 


Evvi í góðum gír

 

 


Igglúið þeirra Evva og Vidda sem varð ekki hærra en réttarveggur

 

 

 


Notalegar vistarverur


Það jafnast ekkert á við það, að skella sér í sjóðheitt bað

 


Snjóflóðahættan verður ekki greinilegri. Ef myndin "prentast" vel má sjá spýjur
í hlíðinni.


Þá var ekkert annað en að líma skinnin á og klífa Hrygginn.

 

 

 

 

Á gönguskíðum norðan Mýrdalsjökuls – Frá Hvanngili í Strútslaug fyrstu helgina í apríl 2006

Að venju var lagt af stað upp úr kl. 20 á föstudeginum. Þess var
freistað að koma mannskapnum í snjó einhverstaðar nálægt
Hvanngili.  Það tókst eftir smá streð og þá vorum við komin inn
undir Stórusúlu. Þar var tjöldum slegið upp og "bívökum". Frostið var
passlegt eða um 12 gráður. Þegar við vöknuðum morguninn eftir var
heiður himinn og þannig var veðrið það sem eftir lifði ferðar.

Í för voru B2 og B1 ásamt nokkrum harðsvíruðum olíumaurum, sem fengu
aldeilis útrás í þessari ferð. Fóru meðal annars í tvígang á
Eyjafjallajökul. Ákveðið var að skipta hópnum upp og sá Halli Kristins
um B1 en ég og Sigurgeir, ásamt sinni ekta kvinnu Guðmundu, fórum með
B2. Skíðafærið var gott báða dagana, dálítið hart en það kom ekki að
sök. Dálítið vorum við sein fyrir þegar vð komum að Strútslaug þannig
að baðið var látið bíða til næsta dags.

Daginn eftir skelltu svo þau allra hörðustu sér í bað og létu vel að
því hvernig hafði tekist að tempra hitan í lauginni. Á sunnudeginum var
svo skíðað eftir Hólmsárlóni og við endann á því var hópnum skipt og
ákveðið að kanna hvor leiðin væri fljótfarnari, annars vegar sú sem lá
niður með Hólmsá og suður eftir Svartafellstanga, og hins vegar suður
eftir Svartafelli og það niður á Mælifellssand. B1 fór fyrnefndu
leiðina og voru á undan í bílana, en það var ekkert að marka.

Ferðin niður á þjóðveg sóttist nokkuð vel. Ekki var mikið um að
bílar festust en þegar við komum að síðustu brekkunni var það mikill
snjór á slóðanum að ekki var annað þorandi en að láta mannskapinn moka
rás í veginn til að koma í veg fyrir að bílarnir rynnu í hliðarhalla
niður í lítið gil. Eftir þetta var leiðin greið, eins og segir í
kvæðinu, allt þar til að við komum á þjóðveg 1, að nýjasta tækið í
flotanum neitaði að beygja til hægri. Enga skýringu kann ég á þessu,
nema að þetta hafi verið eitthvað pólitískt.

Allavega þá komumst við í Vík. Þar var vertinn í sjoppunni að ganga
frá eftir fermingaveislu og taldi það ekki eftir sér að hita pylsur
ofan í mannskapinn. Svo var hópnum þjappað í þá tvo bíla sem eftir voru
og ekið í bæinn, hvar við komum svo rúmlega 01:00. Eins og sjá má hér
að neðan þá voru sumir ansi þreytulegir.

Myndir og texti Matti Zig

 


Komið í náttstað og tjöldum slegið upp

 


Vaknað að værum bívak blundi


Gott alrými í þessu eldhúsi


Mía, Ólöf, Evvi, Ragna og Sigurgeir

 

 

 

 

 

 
Maggi Andrésar

 

 

 
Tekist á við hliðarhallann

 

 

 

Leit að vélsleðamönnum á Langjökli

Aðfararnótt
föstudags 14. apríl var gerð víðtæk leit að tveimur vélsleðamönnum sem
höfðu ekki skilað sér úr ferð á Langjökul. Færið á jöklinum var slæmt
og voru því beltatæki kölluð til ásamt fleirum.

Rétt fyrir klukkan eitt að morgni föstudagsins 14. apríl barst
útkall frá Svæðisstjórn. Beðið var um að undanfarar gerðu sig klárir
til að fara í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tveggja vélsleðamanna sem fóru
á Langjökul daginn áður var saknað. Þeir ætluðu að skila sér til baka á
milli kl. 18 og 19 en ekkert hafði til þeirra spurst.

Það fór svo að beiðnin um undanfara var afturkölluð en þess í stað
var beðið um beltatæki, enda færið á jöklinum erfitt. Þrír sleðar FBSR
voru þá staddir fyrir norðan og bjuggu áhafnir þeirra sig af stað á
þeim á meðan tveir sleðar sem voru í húsi í Reykjavík voru settir á
kerru. Tveggja manna bílaáhöfn ók með þá á FBSR-2 ásamt tveggja
manna sleðaáhöfn. Á sama tíma var snjóbíllinn okkar settur á pall
FBSR-7 og fór af stað ásamt fjögurra manna áhöfn. Öll þessi tæki og
áhafnir voru við leit um nóttina.

Auk þessa viðbúnaðar sem að framan er talið fóru tveir bílstjórar
FBSR á tankbíl Landhelgisgæslunnar með þyrlueldsneyti á svæðið.

Seinna um nóttina þótti ljóst að mennirnir væru ekki uppi á jöklinum
og voru þá gönguhópar sendir af stað. Þegar gönguhópur var að gera
sig kláran í húsi barst boð um að mennirnir hefðu fundist heilir á húfi
og leit því afturkölluð.

Á gönguskíðum norðan Mýrdalsjökuls

Á gönguskíðum norðan Mýrdalsjökuls
Frá Hvanngili í Strútslaug fyrstu helgina í apríl 2006

 

Að venju var lagt af stað upp úr kl. 20 á föstudeginum. Þess var freistað að koma mannskapnum í snjó einhverstaðar nálægt Hvanngili.  Það tókst eftir smá streð og þá vorum við komin inn undir Stórusúlu. Þar var tjöldum slegið upp og "bívökum". Frostið var passlegt eða um 12 gráður. Þegar við vöknuðum morguninn eftir var heiður himinn og þannig var veðrið það sem eftir lifði ferðar.

Í för voru B2 og B1 ásamt nokkrum harðsvíruðum olíumaurum, sem fengu aldeilis útrás í þessari ferð. Fóru meðal annars í tvígang á Eyjafjallajökul. Ákveðið var að skipta hópnum upp og sá Halli Kristins um B1 en ég og Sigurgeir, ásamt sinni ekta kvinnu Guðmundu, fórum með B2. Skíðafærið var gott báða dagana, dálítið hart en það kom ekki að sök. Dálítið vorum við sein fyrir þegar vð komum að Strútslaug þannig að baðið var látið bíða til næsta dags.

Daginn eftir skelltu svo þau allra hörðustu sér í bað og létu vel að því hvernig hafði tekist að tempra hitan í lauginni. Á sunnudeginum var svo skíðað eftir Hólmsárlóni og við endann á því var hópnum skipt og ákveðið að kanna hvor leiðin væri fljótfarnari, annars vegar sú sem lá niður með Hólmsá og suður eftir Svartafellstanga, og hins vegar suður eftir Svartafelli og það niður á Mælifellssand. B1 fór fyrnefndu leiðina og voru á undan í bílana, en það var ekkert að marka.

Ferðin niður á þjóðveg sóttist nokkuð vel. Ekki var mikið um að bílar festust en þegar við komum að síðustu brekkunni var það mikill snjór á slóðanum að ekki var annað þorandi en að láta mannskapinn moka rás í veginn til að koma í veg fyrir að bílarnir rynnu í hliðarhalla niður í lítið gil. Eftir þetta var leiðin greið, eins og segir í kvæðinu, allt þar til að við komum á þjóðveg 1, að nýjasta tækið í flotanum neitaði að beygja til hægri. Enga skýringu kann ég á þessu, nema að þetta hafi verið eitthvað pólitískt.

Allavega þá komumst við í Vík. Þar var vertinn í sjoppunni að ganga frá eftir fermingaveislu og taldi það ekki eftir sér að hita pylsur ofan í mannskapinn. Svo var hópnum þjappað í þá tvo bíla sem eftir voru og ekið í bæinn, hvar við komum svo rúmlega 01:00. Eins og sjá má hér að neðan þá voru sumir ansi þreytulegir.

Myndir og texti Matti Zig

{zoomcat catid=5}

Björgunarsveitir á hálendinu í sumar

Í sumar ætlar SL að keyra slysavarnaverkefni á hálendinu og hefur óskað eftir samstarfi við björgunarsveitir. Áætlað er að keyra verkefnið í 7 vikur frá lok júní og fram í ágúst. Markmið verkefnisins eru; að vera með björgunarsveitir til taks á hálendinu, veita ferðamönnum aðstoð og upplýsingar, merkja vöð og vegleysur, fækka slysum.

Verkefnið hefur verið skipulagt þannig að hálendinu er skipt gróft í 4
hluta; Kjöl, Fjallabak, Sprengisand og norðan Vatnajökuls. Þannig að á
hverjum tíma í þessar 7 vikur verða 4 björgunarsveitir á hálendinu. Nú
þegar er FBSR skráð til leiks og mun dagsetning okkar verkefnis verða
auglýst síðar. Þeir sem hafa áhuga að taka þátt geta tjáð sig á
sérstökum umræðuvef á innra netinu sem tengist ofangreindu. 

Við þetta má bæta að Landsbjörg hefur tryggt fjármagn í verkefnið.
Fjarmagninu verður skipt þannig að sveitir fá greiddar 120.000 kr upp í
eldsneytis- og matarkostnað. Einnig hefur Ferðafélag Íslands boðið fram
gistingu til verkefnisins. 

Eyrún Pétursdóttir


 

 

 

Fullt nafn: Eyrún Pétursdóttir

Gælunafn:  Hef í rauninni ekkert, var
samt kvölluð Eyja Peyja þegar að ég var
lítil.

Aldur:  23, nýbúin að eiga afmæli

Gekk inn í sveitina árið: Byrjaði í B1 2003 og gekk inn í
sveitina 2005

Atvinna/nám:  Er á hönnunarbraut í
Iðnskólanum í Reykjavík og er þessa daganna á fullu að sækja um í arkitektúr
bæði hér heima og erlendis.

Fjölskylduhagir:  Einhleip og bý en
heima hjá gamla pakkinu. Það ætti nú samt að fara að breytast.

Gæludýr:  Á ein hund sem heitir Midas

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar:  Er í sjúkrahóp og leitarhóp og á
reyndar líka að vera í snjóbílahóp, en það hefur nú eitthvað lítið farið fyrir
því í vetur. Hef séð um gæsluverkefni fyrir sveitina og var sölustjóri í
flugeldunum um síðustu áramót .

Áhugamál:  Útivist, útivera, fara á
fjöll og allur sá pakki, hönnun, tíska, teikna og mála og í rauninni flest sem
gert er með höndunum, ferðast hér heima og erlendis..og bara hafa gaman af
lífinu.

Uppáhalds staður á landinu:  Hmm, þeir
eru svo margir en samt sennilega einna helst Þórsmörk og þá sérstaklega fyrstu
helgina í júlí. Annars er líka algjör snilld að vera bara upp á einhverjum jökli
í blíðskaparveðri, alveg sama hvaða jökull það annars er.

Uppáhalds matur:  Sennilega kjúklingur.
Annars finnst mér tómatsósa líka mjög góð og set hana ofan á allt í tíma og
ótíma.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún?  Úff, erfið spurning, en sennilega það sama og allir aðrir segja, að ég ætti
endalaust af óskum. En ef það væri bannað þá yrðu hún sennilega bara friður á
jörð eða eitthvað jafn ófrumlegt.

Æðsta markmið:  Að sigra heiminn.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:  Sennilega gönguskíðaferðin inn í
Landmannalaugar í mars 2005. Hún var bara snilld frá A – Ö

 


Snemma beygist krókurinn.


Skælbrosandi í Mörkinni


Nýliðahópurinn minn

 


Í Sólheimajökli


Ég og Halldór á leiðinni á Hvannadalshnjúk


Inni í snjóhúsi með Ernu og Óla


Í Tindfjöllum


Meðvitundarleysi æft á fyrstu hjálpar æfingu


Erna, Halldór, Mummi, Óli og ég


Í skálanum í Landmannalaugum á góðri stund


Ég að keyra snjóbílinn


Ég og Steinar


Klifrað í Valshamri

 

 

 

 

Leit að manni á bíl

Frá því um miðnætti í nótt og fram yfir hádegi var ákaft leitað að ungum manni sem vitað var að væri akandi á grárri Toyota Corolla bifreið. Bílar frá FBSR voru sendir í slóðaleit.

Rétt fyrir miðnætti í nótt barst útkall vegna ungs manns sem saknað var. Síðast var vitað um hann akandi grárri Toyota Corolla bifreið. Mjög víðtæk leit var gerð að bifreiðinni um Suðvesturland. Ellefu manns frá okkur fóru í slóðaleit í nágrenni höfuðborgarinnar og víðar og skiptust á að manna vaktir við akstur og leit.

Maðurinn fannst svo látinn um eftirmiðdaginn í dag. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík vill koma á framfæri samúðaróskum til aðstandenda.

Tindfjallaferð með nýliða í mars 2006

Tindfjallaferð með nýliða



mars 2006

 Það var meiningin að B2 færu á tindana sjö og B1 á
tindana tvo, það er Ýmir og Ýmu. Allt þetta brást vegna óvæntra snjókomu á
aðfaranótt laugardags. Þegar við vöknuðum á laugardeginum var rúmlega 20
sentimetra jafnfallinn snjór yfir áður auðri jörð og í fjöllunum, sem við
ætluðum að fara á, var komin mígandi snjóflóðahætta. Skyggnið var nánast ekkert
og fékk Halli Kristins að kenna á því þegar hann steig útí "ekkertið" og fékk
smávægilega byltu. B2 komust þó á Haka og varð ekki meint af.

Svo var dagurinn notaður til að skoða snjóinn og meta hann með tilliti til
hættu á snjóflóði, einnig var æfð gerð og notkun á snjópolla. Það fannst
kvenþjóðinni merkilegt að hægt væri treysta þess háttar tryggingu. Síðan voru
rifjuð upp ýmis atriði úr vertarfjallamennsku 1 og 2 og undu þær allar glaðar
við sitt fram undir kveld. Meðan á þessu stóð fóru Stefán og Halli K. með B1 á
Bláfell og
gösluðust fram og til baka í snjónum hvort sem var í línu eður ei.
Svo var sameiginleg kyrrðarstund fyrir matinn og mannskapurin fór snemma að sofa
og kepptust bæði menn og konur við að ná 12 tímunum.

Á sunnudeginum var sama ástand í fjöllum. B1 tók smá rúnt um svæðið en B2
ætluðu á Þríhyrning en þar var allt við það sama, því fór hópurinn í laugina á
Hvolsvelli og svo í pizzu. Komið var í bæinn síðdegis

 


Söguritarinn, Matti Zig