Jónas Guðmundsson


Fullt nafn: Jónas Guðmundsson

Gælunafn: Ekkert

Aldur:  39

Gekk inn í sveitina árið: 1989

Atvinna/nám: Er í BA í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum
með áherslu á útivist og sinni einnig prívat fyrirtækinu sem gefur út Útiveru,
tvö önnur tímarit auk annara skemmtilegra hluta.

Fjölskylduhagir:  Giftur og á tvær dætur

Gæludýr:  Hekla, sleðahundur af Samoyed tegund, tilvonandi
björgunarhundur í leitarflokki FBSR

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar:  Úff, í gegnum
árin held ég að ég hafi verið í öllum nema bílahóp. Byrjaði í sleðahóp, var svo
í fjölda ára í fjalla- undanfara- og sjúkrahóp svo ekki sé minnst á
fallhlífahópinn. Var lengi yfirflokksstjóri, varaformaður og alls konar
svoleiðis dót en er nú komin í fitumannaflokk og sit í svæðisstjórn
fyrir
hönd sveitarinnar.

Áhugamál: Útivist, ljósmyndum, ferðalög, dæturnar

Uppáhalds staður á landinu: Fjallabak í heild sinni,
guðdómlegur staður með guðdómlegum útivistarmöguleikum. Er gjörsamlega
ómögulegur ef ég kemst ekki þangað nokkrum sinnum á sumri.

Uppáhalds matur:  Hmm, uppáhalds fjallamatur er Rasberry
Crumble sem ég og Maggi fengum okkur á Grænlandi en dags daglegur er líklega
kjúklingur a la konan.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri
óska)?
Að dæturnir lifi löngu og heilsuríku lífi og nenni að hugsa
um mig í ellinni

Æðsta markmið:  Úff, að sjá hvort það er líf eftir dauðann
og hvort maður þarf að borga skatta þar líka

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Þau eru ansi
mörg. Grænlandsferðin fyrir þremur árum var fjandi eftirminnileg, fyrsta
fallhlífastökkið gleymist seint enda sannfærður um að það væri minn síðasti
dagur. Mörg útköll eru eftirminnileg bæði af góðu og illu sem geta setið í manni
svo og að félagi minn í nýliðum lést við klifur en auðvitað fyrst og fremst
góðir félagar í öll þessi ár en þau verða 20 næsta haust.


Í Grænlandsferð Flugbjörgunarsveitarinnar 2002

 

 

Mér tókst að detta í vök á Grænlandi….við það að færa annan fótinn…þegar
ég var að pissa….þarna sit ég og skipti um föt

 

 

 

 

 

 

 

 


Hekla í fyrsta útkalli sínu við Hrauneyjar (base) björgunarmanna við slys á
Langjökli


Tekið af Sveinstindi yfir Langasjó sumarið 2005


Tekið á ferð yfir Fjallabak sumarið 2005

 

 

Skildu eftir svar