Samstarfssamningur við 4×4

Flugbjörgunarsveitin
í Reykjavík og Ferðaklúbburinn 4×4 hafa skrifað undir samstarfssamning
sem kveður á um að félögin auki samstarf sitt á ýmsum sviðum. Hann
kveður meðal annars á um að félagsmenn 4×4 munu geta sótt námskeið á
vegum F.B.S.R og öfugt. F.B.S.R mun einnig sinna hlutverki
"björgunarsveitar" fyrir félagsmenn 4×4.Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Ferðaklúbburinn 4×4 hafa skrifað
undir samstarfssamning.  Samningurinn kveður á um að félögin auki
samstarf sitt á ýmsum sviðum.  Meðal þess sem samningurinn kveður
á um er að félagsmenn 4×4 munu geta sótt námskeið á vegum F.B.S.R og
öfugt.  Þá verða kynningar á félögunum haldnar og sveitirnar munu
starfa saman að fjáröflunum þar sem því verður við komið. Að lokum
geta félagsmenn F.B.S.R borgað félagsgistigjöld í skála 4×4 og mun það
sama eiga við um félagsmenn 4×4 sem geta borgað félagsgistigjald í
væntanlegan skála F.B.S.R í Tindfjöllum..

Skildu eftir svar