Tindfjallaferð með nýliða í mars 2006

Tindfjallaferð með nýliðamars 2006

 Það var meiningin að B2 færu á tindana sjö og B1 á
tindana tvo, það er Ýmir og Ýmu. Allt þetta brást vegna óvæntra snjókomu á
aðfaranótt laugardags. Þegar við vöknuðum á laugardeginum var rúmlega 20
sentimetra jafnfallinn snjór yfir áður auðri jörð og í fjöllunum, sem við
ætluðum að fara á, var komin mígandi snjóflóðahætta. Skyggnið var nánast ekkert
og fékk Halli Kristins að kenna á því þegar hann steig útí "ekkertið" og fékk
smávægilega byltu. B2 komust þó á Haka og varð ekki meint af.

Svo var dagurinn notaður til að skoða snjóinn og meta hann með tilliti til
hættu á snjóflóði, einnig var æfð gerð og notkun á snjópolla. Það fannst
kvenþjóðinni merkilegt að hægt væri treysta þess háttar tryggingu. Síðan voru
rifjuð upp ýmis atriði úr vertarfjallamennsku 1 og 2 og undu þær allar glaðar
við sitt fram undir kveld. Meðan á þessu stóð fóru Stefán og Halli K. með B1 á
Bláfell og
gösluðust fram og til baka í snjónum hvort sem var í línu eður ei.
Svo var sameiginleg kyrrðarstund fyrir matinn og mannskapurin fór snemma að sofa
og kepptust bæði menn og konur við að ná 12 tímunum.

Á sunnudeginum var sama ástand í fjöllum. B1 tók smá rúnt um svæðið en B2
ætluðu á Þríhyrning en þar var allt við það sama, því fór hópurinn í laugina á
Hvolsvelli og svo í pizzu. Komið var í bæinn síðdegis

 


Söguritarinn, Matti Zig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar