Leit að manni á bíl

Frá því um miðnætti í nótt og fram yfir hádegi var ákaft leitað að ungum manni sem vitað var að væri akandi á grárri Toyota Corolla bifreið. Bílar frá FBSR voru sendir í slóðaleit.

Rétt fyrir miðnætti í nótt barst útkall vegna ungs manns sem saknað var. Síðast var vitað um hann akandi grárri Toyota Corolla bifreið. Mjög víðtæk leit var gerð að bifreiðinni um Suðvesturland. Ellefu manns frá okkur fóru í slóðaleit í nágrenni höfuðborgarinnar og víðar og skiptust á að manna vaktir við akstur og leit.

Maðurinn fannst svo látinn um eftirmiðdaginn í dag. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík vill koma á framfæri samúðaróskum til aðstandenda.

Skildu eftir svar