Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Útkall í Múlafjall.

Laugardaginn 29. maí var fjallhópur FBSR kallaður út vegna ísklifrara sem dottið hafði í Múlafjalli.  Félagi mannsins kom honum niður úr klifurleiðinni en á svipuðum tíma voru björgunarmenn komnir að og komu þeir sjúklingnum niður hlíðina og á sjúkrahús.

 

Útkall í Esjuna

Skömmu fyrir klukkan 14 var fjallahópur sveitiarinnar kallaður út vegna erlendra ferðamanna sem voru í sjálfheldu í Esjunni.  Björgunarsveitum gekk greiðlega að nálgast fólkið og koma þeim niður en kalt var í fjallinu og dágóður vindur.

Aðalfundur og lagabreytingar

Næsti aðalfundur FBSR verður haldinn um miðjan maí en eins og lög gera ráð fyrir má þar koma með tillögur að lagabreytingum.   Hvetur stjórnin félaga til að kynna sér lög sveitarinnar en þau má nálgast hér.

Tillögum að lagabreytingum þarf að skila skriflega til stjórnar með 30 daga fyrirvara.

WFR á Gufuskálum

Þann 12. apríl hefst WFR á Gufuskálum og verður kennt í einum rykk til 19. apríl.  Áhugasömum er bent á að skrá sig á skoli.landsbjorg.is .

Fjögurra helga námskeiðið sem stóð til að halda fellur niður.

Ragnhildur Magnúsdóttir

Fullt nafn: Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir.Ragna_portrait
Gælunafn: Ragna.
Aldur: 38.
Gekk inn í sveitina árið: 2006.
Atvinna/nám: Líffræðingur
Fjölskylduhagir: Í sambúð og á eitt barn.
Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Hef mest verið með leitarhópi.
Áhugamál: Allt milli himins og jarðar eins og t.d. fjallamennska og alls kyns útivist, skíði, skautar, hjólreiðar, veiði, ferðalög, sveitin, ljósmyndun…o.fl. Hef sérstakan áhuga líka á fiskum, mýflugulirfum og vatnaflóm.
Uppáhalds staður á landinu: Fjallabak og Skagaheiði. Annars er allsstaðar gott að vera í góðu veðri.
Uppáhalds matur: Á engan uppáhaldsmat. Borða allt þ.m.t. hákarl og skötu.
Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað:Durian. Ávöxtur sem ég smakkaði í Malasíu. Ætla ekki að lýsa því hvað hann var vondur. Finnst mysingur og mysuostur ekki góður heldur.
Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Ást, hamingja og góð heilsa er það sem ég myndi óska mér og öðrum…..og svo auðvitað frið á jörð.
Æðsta markmið: Mig langar mjög mikið að komast upp á topp Everests og til tunglsins. Annars vona ég að ég geti sagt áður en ég dey gömul og grá: “Live well spent”.
Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Það er ýmislegt eftirminnilegt bæði gott og slæmt en engin svona atvik þar sem ég hef séð ævina renna fram hjá mér í einu vetfangi. Eftirminnilegastar finnast mér skemmtilegar ferðir í nýliðunum.

sveitastelpa

Þetta er ég, saklaus sveitastelpa úr V-Skaftafellssýslu.

VillistelpaEn ég á mér líka dekkri og skuggalegri hliðar. Er t.d. alveg hrikaleg prímadonna inn við beinið.

MyrdalsjokullÞetta er hluti af nýliðahópnum mínum á Mýrdalsjökli í páskaferðinni 2006. Fórum á gönguskíðum yfir Mýrdalsjökul inn í Strútslaug og þaðan yfir í Landmannalaugar. Alveg hreint frábær ferð. Hef aldrei fengið annað eins sólgleraugnafar í andlitið, hvorki fyrr né síðar. Var með þvottabjarnarfés í marga daga á eftir. Á myndinni eru Viddi, Evvi, Ólöf og höfðinginn hann Matti Skratti. Vantar okkur Sóley á myndina. Leitaði mikið en fann enga mynd af öllum hópnum saman.

Ragna_og_Soley…og hér erum við Sóley í Tindfjöllum.

HakonÞetta stákurinn minn hann Hákon norður á Skaga en hann er 9 ára gamall.

Arni…og þetta er Árni maðurinn minn að borða harðfisk við Arnarfellskvísl í Þjórsárverum.

BlautakvislÁrni, ég, Ólöf systir, Maggi og Ella systir. Þarna erum við  að koma úr Þjórsárverum, Blautakvísl (sem er mjög blaut) fyrir aftan okkur. Gaman að fara um Þjórsárver, mikið af jökulám og því betra að hafa með sér góða vaðskó.

SmjorhnjukurÁ Smjörhnúki í haustferð FBSR 2006.

Hvannadalskn Á leiðinni upp á Hvannadalshnúk 2007.

ymirÁ toppi Ýmis.

valshamarAð klifra í Valshamri.

ufsioÍ hellinun Ufsa í Eldhrauninu.

Ferðir helgarinnar

Um helgina verða tvær ferðir,  B1 fer í gönguskíðaferð inn að Hlöðufelli frá Laugarvatni. Brottför kl. 08.00 á laugardagsmorgni og frekari upplýsingar á spjallinu.  B2 fer í ísklifur á sunnuda kl. 9,  sennilega Múlann. 

Ef þú vilt með þá láttu Steinar eða Stefán vita, símanúmer undir "Hafðu Samband".

Ráðstefna um neyðar- og öryggisfjarskipti

Ráðstefna um neyðar- og öryggisfjarskipti verður haldin á Hótel Loftleiðum föstudaginn 14. mars.  Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra setur ráðstefnuna en á henni verður fluttur fjöldi áhugaverðra erinda, vinnuhópar starfræktir og lýkur ráðstefnunni með umræðum.

Í lok ráðstefnunnar verður boðið upp á léttar veitingar. Ráðstefnustjóri er Róbert Marshall.  Aðgangur er ókeypis og opinn öllum félögum.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna hér.

Dagskráin birtist ekki

Eins og glöggir notendur hafa tekið eftir er ekki hægt að skoða alla dagskrána heldur eingöngu 5 næstu liði hér hægra megin á síðunni.   Ástæðan er "hakk" sem einhverjir óprútnir aðilar komu fyrir á svæðinu okkar til að "phis-a" banka á Hawaii.   Búið er að loka fyrir svikasíðuna og verið er að uppfæra og breyta síðunni til að gera óprúttnum erfiðara fyrir næst.