Greinasafn fyrir flokkinn: Atburðir

MYNDASÝNING Á ÞRIÐJUDAGINN!

ó hó hó…. kominn snjór og tími á skemmtilega myndasýningu á Þriðjudaginn kemur (29. nóv) kl. 20.00 niður í Sveit. Halli Kristins og Maggi Andrésar sýna myndir úr ferð sem þeir félagar fóru á fjallið Mt. Kazbek í Georgíu í ágúst stl. Allir að mæta með góða skapið og skrifblokk fyrir eiginhandaáritanir….

Hér er smá upprifjun af „“statusi““ sem var póstaður á facebook síðu FBSR eftir ferðina.
——-
Flubbar fyrstir Íslendinga á Mount Kazbek
Flubbarnir Hallgrímur Kristinsson og Magnús Andrésson komust núna á mánudaginn 15. Ágúst, fyrstir Íslendinga á top Mount Kazbek í Georgíu (5.047 mys). Þeir voru þar á ferð með fimm öðrum Íslendingum og komust allir á toppinn eftir fjögurra daga aðlögun á fjallinu. Mount Kazbek er eitt af hæstu fjöllum Kákasus fjallgarðsins og stendur á landamærum Georgíu og Rússlands. Fjallið er hæsta eldfjall Georgíu og þykir eitt fallegasta fjall Kákasus enda er það gjarnan notað á kynningarefni fyrir Georgíu. Hallgrímur og Magnús voru á toppnum um hádegi á Georgískum tíma en höfðu lagt af stað úr efstu búðum um klukkan fjögur um morguninn. Samtals tók toppadagurinn um 14 klst. Sól var á toppnum en töluverður vindur og hálfskýjað. Á meðfylgjandi mynd má sjá félaganna bera stoltur fána FBSR á toppnum

Myndasýning Frakklandsfaranna

Fimm ferskir og fjallmyndalegir Flubbar dvöldu nýverið vikulangt í Annecy í Frakklandi þar sem þeir kynntu sér starfsemi 

fjallabjörgunarsveitarinnar og slökkviliðsins á svæðinu. 
Frakkarnir voru einstaklega gestrisnir og lögðu sig fram við að sýna Flubbum allar hliðar starfsemi sinnar, jafnt innanhúss sem utan.
 
Þriðjudagskvöldið 18.október kl.20 munu ferðalangarnir segja frá ferð sinni í máli og myndum.
Endalega kíkið og heyrið meira um það frábæra starf sem GMSP 74 (Le Groupe Montagne de Sapeurs-Pompiers de la Haute-Savoie) vinna á sínum heimaslóðum.
 
Kveðjur
 
Atli, Haukur, Heiða, Helgi og Sveinborg

Búnaðarbazar ÍSALP & FBSR

Áttu
fulla geymslu af græjum sem hafa ekki verið hreyfðar lengi? Ertu að
svipast um eftir reyndu göngutjaldi? Kanntu að meta fallega hluti með
sögu? Ertu að safna fyrir næstu reisu?

 

Ef þú ert í þessum pælingum þá ættirðu að kíkja á búnaðarbazar ÍSALP og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

 

Þér er boðið að koma og selja/versla hluti og fatnað sem á einhvern hátt tengjast útivist og fjallabrölti.

Þetta
er þriðja árið í röð sem ÍSALP heldur búnaðarbazar í samstarfi við
FBSR. Reynslan er góð og það hefur sýnst sig að ólíklegustu hlutir fá
nýja eigendur. Stemmningin undanfarin ár hefur verið gríðarlega góð og
prútt stundað á hverjum bás.

 

 

Hvar: Hús Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg

Hvenær: Fimmtudagskvöldið 28. október kl. 20. Seljendur hvattir til að mæta kl. 19.30

 

Munið að mæta í prúttstuði með fulla vasa af reiðuféi. Næsti hraðbanki er á Hótel Loftleiðum.

 

Búnaðarbazar ÍSALP & FBSR

Áttu
fulla geymslu af græjum sem hafa ekki verið hreyfðar lengi? Ertu að
svipast um eftir reyndu göngutjaldi? Kanntu að meta fallega hluti með
sögu? Ertu að safna fyrir næstu reisu?

 

Ef þú ert í þessum pælingum þá ættirðu að kíkja á búnaðarbazar ÍSALP og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

 

Þér er boðið að koma og selja/versla hluti og fatnað sem á einhvern hátt tengjast útivist og fjallabrölti.

Þetta
er þriðja árið í röð sem ÍSALP heldur búnaðarbazar í samstarfi við
FBSR. Reynslan er góð og það hefur sýnst sig að ólíklegustu hlutir fá
nýja eigendur. Stemmningin undanfarin ár hefur verið gríðarlega góð og
prútt stundað á hverjum bás.

 

 

Hvar: Hús Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg

Hvenær: Fimmtudagskvöldið 28. október kl. 20. Seljendur hvattir til að mæta kl. 19.30

 

Munið að mæta í prúttstuði með fulla vasa af reiðuféi. Næsti hraðbanki er á Hótel Loftleiðum.

Þriðjudagsfjör

Næsta þriðjudag, 19. október kl. 20.00,
verður myndasýning frá afmælisæfingu Flugbjörgunarsveitarinnar, Rauðum
október. Myndasýningin er partur af nýjum lið í dagskrá sveitarinnar sem
ætlað er að vera þau þriðjudagskvöld þar sem engir nýliðafundir eru.
Ætlunin er að bjóða upp á fyrirlestra eða myndasýningar sem eiga að
höfða til allra flubba. Einnig er það von að sem flestir finni með
þessu ástæðu til að láta sjá sig í húsi og jafnvel að endurnýja kynnin
við sveitinni.

Komin eru drög að dagskrá þau þriðjudagskvöld sem eru fram að jólatrjásölu:

19. október – myndasýning frá Rauðum október
02. nóvember – ferðasögur frá fyrstu áratugum FBSR
11. nóvember – ferðamennska á hjóli
30. nóvember – ?

Ef einhverjir hafa hugmynd að efni eða vilja kynna eitthvað er hægt að hafa samband við Sigurgeir, sgunnars [hjá] gmail.com

Vonandi sjá flestir sér fært að mæta.

Rauður Október II

Þegar þetta er skrifað eru 66 klukkustundir þar til afmælisæfing Flugbjörgunarsveitarinnar, Rauði Október II hefst og undirbúningur á lokastigi. Alls hafa á fjórða hundrað þáttakendur boðað sig til leiks svo að ljóst er að yfir 500 björgunarmenn verða samankomnir á æfingunni næsta laugardag.
Upplýsingamöppum um æfinguna verður dreift til sveita á höfuðarborgarsvæðinu næstkomandi föstudag en aðrar sveitir fá þær afhentar við komu á laugardagsmorgun.
 

Annars er dagskráin 2.október sem hér segir;

  •  06:00 Æfing hefst, hópar með möppur tilkynna sig inn og fá verkefni. Hópar utan af landi mæta í hús FBSR, fá verkefni og möppur.17:00-20:00 Grillveisla í boði FBSR við hús sveitarinnar
  • 17:00-20.00 Sundlaugarferð í Laugardalslaugina í boði FBSR og ÍTR
  • 20:00 Dagskrá og æfingu lýkur formlega

Allar nánari upplýsingar fást hjá æfingastjóra, Jónasi Guðmundssyni í síma 897-1757.

Sjáumst kát og hress á Rauða Október II

Æfingastjórn

Rauður október II

Nú eru aðeins fjórir dag í eitt stærsta verkefni sem FBSR hefur staðið
fyrir í fjölda ára, afmælisæfinguna Rauði Október II en hún fer fram
næstkomandi laugardag. Alls hafa rúmlega 300 björgunarmenn tilkynnt um
þáttöku en auk þeirra eru um 100 sjúklingar og annað eins af flubbum við
umsjón æfingarinnar. Þeir flubbar sem ennþá eru verkefnalausir hafði samband við [email protected]!

Opið hús á Menningarhátíð 21.ágúst

fbsr60arawebsmall

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er 60 ára í ár. Í tilefni af afmælinu stendur mikið til. Ævintýrið byrjar á Menningarhátíð Reykjavíkurborgar laugardaginn 21. ágúst n.k. milli kl. 13:00 og 18:00.

Þá mun verða opið hús fyrir almenning miðsvæðis í aðalstöðvum sveitarinnar við Flugvallarveg. Þar munu sveitarmenn taka á móti gestum og gangandi og sína þeim búnað, spjalla um skemmtilegt starf sveitarinnar og um svaðilfarir á fjöllum. Öll svið sveitarinnar verða með kynningu: Fjallasvið, bílasvið, beltasvið, leitarsvið, sjúkrasvið, fallhlífasvið og síðast en ekki síst lávaraðarnir sem munu kynna sögu sveitarinnar. Félagar sveitarinnar munu líka vera í samstarfi við Norrænt kóramót í Reykjavík en kórarnir 60 njóta aðstoðar Flugbjörgunarsveitarinnar við rötun með því að halda merki sveitarinnar á lofti til leiðbeiningar fyrir kórfélaga. Þá munu sveitarmenn setja upp björgunarfalhllíf í byggingarkrana Eyktar sem stendur á gamla Nýja Bíós reitnum á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Sveitarmenn munu standa undir fallhlífinni og ræða við gesti og gangangi um fjallamennsku, fallhlífarstökk og frækilegar björgunaraðgerðir. Komið í heimsókn, hittið okkur, fáið ykkur kaffi og vöfflu, hlustið á kórana sem syngja hjá okkur — og síðast en ekki síst: Verðið traustir félagar okkar!