Greinasafn fyrir flokkinn: Atburðir

Aðalfundarboð FBSR

Aðalfundur FBSR verður haldinn 20. maí 2015 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fund.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  4. Endurskoðaður rekstrar- og efnahagsreikningur 2014-2015, samþykktur af félagslega kjörnum endurskoðendum og umræður um hann.
  5. Inntaka nýrra félaga.
  6. Hlé – Kaffiveitingar á vegum Kvennadeildar FBSR, kr. 1.500 (í reiðufé).
  7. Lagabreytingar, umræða og kosning.
  8. Kosning stjórnar.
  9. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
  10. Kosning þriggja félaga í valnefnd heiðursveitinga.
  11. Önnur mál.

Breytingartillögur á lögum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík

Tillögur að lagabreytingum bárust frá stjórn FBSR. Tillögunum má skipta í tvennt:

  1. Í fyrsta lagi leggur stjórn til nýja uppsetningu á lögum FBSR þar sem ekki verður um neina innihaldsbreytingu á lögum FBSR að ræða. Ástæða þessa er til að einfalda og skerpa á uppsetningu núgildandi laga m.a. með því að sameina greinar sem eiga saman og einfalda orðalag. Heildarendurskoðun má finna hér.
  2. Í öðru lagi leggur stjórn FBSR til ýmsar breytingar á lögum sveitarinnar sem bæði taka til nýrra lagagreina og breytinga á fyrri lagagreinum. Auk þess er sérstaklega lögð fram breytingartillaga um fjölgun stjórnarmanna. Breytingartillögurnar má finna hér og sérstaka tillögu um fjölgun stjórnarmanna hér.

Núgildandi lög FBSR má finna hér. Lög FBSR.
Kynningu á heildarendurskoðun og breytingartillögum má finna hér. 

Sveitarfundur

Sveitarfundur verður haldinn 13. maí n.k. klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR við Flugvallarveg þar sem m.a. verður farið nánar yfir innihald lagabreytingartillagnanna. Það er von stjórnar að þeir sem vilja kynna sér breytingatillögurnar sjái sér fært að mæta og að umræðan sem þar skapast geti flýtt fyrir afgreiðslu á aðalfundi.

Boðun á aðalfundi

Stjórn FBSR vekur athygli á því að á síðasta aðalfundi FBSR var samþykkt breyting á lögum þess efnis að aðalfundur er löglega boðaður ef boðað er til hans með tölvupósti, og með tilkynningu á heimasíðu FBSR með minnst 5 daga fyrirvara.

Framvegis verður aðalfundur FBSR boðaður í samræmi við þessa breytingu og því verður ekki sendur bréfpóstur á félaga FBSR nema þeir sérstaklega óski eftir því. Óskir um bréfpóst vegna boðunar aðalfundar svo og upplýsingar um tölvupóstföng, sem senda skal fundarboð á, skulu berast stjórn á tölvupóstfangið stjorn@fbsr.is.

Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Stjórnin.

fbsrNæstkomandi þriðjudag, 20. maí, verður aðalfundur FBSR haldinn í húsnæðis félagsins við Flugvallarveg kl 20:00. Utan hefðbundinna aðalfundarstarfa verða nýliðar sem hafa gengið í gegnum prógramm síðustu tveggja ára teknir inn sem fullgildir meðlimir og þá verður kvennadeildin með kaffi og kökur sem endranær.

Stjórn mun leggja fram nokkrar lagabreytingar, en nánari upplýsingar hafa verið sendar bæði í fréttabréfi og pósti. Þá fer fram kosning á formanni, tveimur meðstjórnendum og tveimur varamönnum í stjórn.

Stjórn hvetur alla meðlimi til að mæta.

Miðsvetrar fundur

Næstkomandi miðvikudag, 12. febrúar, verður haldinn miðsvetrar fundur niðri á Flugvallarvegi. Allir meðlimir eru hvattir til að mæta, en farið verður yfir nýlegar breytingar í bílamálum, dagskrá komandi mánaða og fleira. Fundurinn hefst kl 20:00 og verður kvennadeildin með veitingar í hléi. Kökugjaldið er að venju 1500 krónur. Nánari upplýsingar á d4H.

Myndir frá búnaðarbasarnum

no images were found

Í gærkvöldi fór fram búnaðarbasar ÍSALP í húsnæði FBSR, eins og venja hefur verið síðustu ár. Gekk kvöldið vel og fjölmargir lögðu leið sína til að athuga hvort hægt væri að gera góð kaup á ýmiskonar varningi.

Meðfylgjandi myndir tala sínu máli.

no images were found

Búnaðarbasar ÍSALP

isalp_logo

Næsta miðvikudag 2.okt kl. 20 munu Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og ÍSALP standa fyrir Búnaðarbasar í húsakynnum FBSR v/Flugvallarveg. Þetta er tilvalið tækifæri til að losna við gamla búnaðinn sem þið notið ekki lengur eða til að næla ykkur í dót á billegu verði. Þeir sem ætla að vera með sölubás mæti kl. 19.40!

50 ára afmæliskaffi fyrsta B-hópsins

no images were found

Á laugardaginn var haldið upp á að 50 ár eru liðin frá því að fyrsti B-flokkur var stofnaður innan Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, en hann hefur það að markmiði að þjálfa nýliða til Björgunarstarfs. Fjöldi félaga og gesta komu til að halda daginn hátíðlegan og gæða sér á kræsingum.

Myndirnar eru teknar af Jóni Svavarssyni, en fleiri myndir má finna hér.

no images were found

Flubbar á leið til Frakklands

Í dag héldu fimm fræknir Flubbar út til Annecy í Frakklandi þar sem ætlunin er að kynna sér starfsemi fjallabjörgunarsveitarinnar og slökkviliðsins á svæðinu. Heimsóknin mun vara í eina viku, en hún er hluti af samstarfssamningi sveitanna tveggja um gagnkvæmar heimsóknir annað hvert ár. Meðlimir frönsku sveitarinnar munu svo í vor koma í heimsókn til Íslands þar sem meðlimir FBSR kynna þeim fyrir íslenskum aðstæðum.

Það eru þau Sigríður Sif, Siggi Anton, Jón Smári, Kári og Hlynur sem fara í heimsóknina þetta árið fyrir okkar hönd, en líklega fá þau að kynnast klifri í frönsku Ölpunum og gestrisni sveitarinnar GMSP 74 (Le Groupe Montagne de Sapeurs-Pompiers de la Haute-Savoie) á næstu viku.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum. – Mynd/Sveinborg.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum. – Mynd/Sveinborg

50 ára afmæliskaffi fyrsta nýliðahópsins

Kæru félagar.
Eins og áður hefur komið fram ætlum við að hittast n.k. laugardag 28. sept. á milli kl. 11.00 og 13.00 og eiga góða stund saman í félagsheimili okkar til að minnast þess að 50 ár eru í þessum mánuði síðan fyrsti nýliðahópurinn var stofnaður.
Góðar veitingar verða á boðstólnum og vonandi mikið af félögum sem láta sjá sig. Gott tilefni til þess að hittast og spjalla.
Bestu kveðjur og sjáumst sem flest þarna.
Stjórn FBSR

Húnatónleikar í Reykjavík

Húnatónleikar 11. júlí í Reykjavíkurhöfn

988230_196829357138643_1250018831_n

Næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 mun áhöfnin á Húna sigla til Reykjavíkur og halda risatónleika í Gömlu höfninni í Reykjavík. Sem fyrr ætlar áhöfnin að styrkja björgunarsveitirnar með því að gefa alla vinnu sína og rennur aðgangseyrir beint til björgunarsveitanna í Reykjavík.

Tónlistarmenninir munu spila um borð í bátnum Húna, sem vaggar létt utan bryggjunnar við Vesturhöfnina (rétt hjá Sjóminjasafninu og CCP húsinu) fyrir áhorfendur í landi. Allir velkomnir, jafnt ungir sem aldnir, en frítt er inn fyrir börn yngri en 12 ára. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og að nýta sér almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta. Ef þörf er að koma á bíl er mælst til þess að fólk keyri Hringbrautina og keyri út á Granda til að finna stæði þar.

Staðsetning: Gamla höfnin í Reykjavík, milli Sjóminjasafnsins og Slippsins.
Tími: 20:00 til 21:30.
Aðgangseyrir: 1500, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Inngangar: 1)Á mótum Hlésgötu og Mýrargötu. 2)Við Mýragötu, norðan við Bakkastíg. 3)Á mótum Grandagarðs og Rastargötu.
Á Granda og bílastæðin við Kolaportið.

huni-svaedi
Tónleikasvæðið

Nánari upplýsingar um Áhöfnina á Húna og ferðalag þeirra í júlí er að finna á www.ruv.is/huni og https://www.facebook.com/events/578131598894317/