Starfsmaður óskast

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík leitar eftir áhugasömum einstakling sem gæti tekið að sér stöðu starfsmanns FBSR í tímabundið starf.

Starfið er í samstarfi við Vinnumálastofnun og því er nauðsynlegt að viðkomandi sé á atvinnuleysisskrá. Starfið er tímabundið til 6 mánaða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um skilmála Vinnumálastofnunar má finna á slóðinn www.vinnumalastofnun.is/vinnumarkadsurraedi/ataksverkefni-9gr/. Nánari upplýsingar um starfið veitir formaður – formadur(hja)fbsr.is

Umsóknarfrestur rennur út 30.september 2010.

Starfið felst meðal annars í:
Aðkomu að jólatrjáa- og flugeldasölu
Aðstoð við þjálfunarmál
Viðhald á húsnæði og bílum eftir þörfum og getu starfsmanns
Fjáraflanir
Ýmis skrifstofuvinna, s.s. útsending fréttabréfs, umsjón með heimasíðu.
Annað tilfallandi

Ekki er gerð sérstök krafa um menntun eða reynslu. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir ásamt ferilsskrá skal senda á formadur(hja)fbsr.is.