Framhald á leit

Núna á morgun, laugardag, hefst aftur leit að manninum sem saknað er eftir að skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi fyrir viku síðan. Flugbjörgunarsveitinni hefur borist beiðni um að leita fjörur. 

Ennþá hefur ekki sést til mannsins sem saknað er eftir að
skemmtibátur rakst á sker á Viðeyjarsundi og fórst. Núna á laugardaginn
á að gera mjög víðtæka leit og þurfa því allir sem vettlingi geta
valdið að hjálpa til.

Óveðursútkall

Í morgun voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út til að
aðstoða fólk við að hemja hluti sem voru að fjúka um borg og bí.

Í morgun gerði storm á suðvestanverðu landinu með hvössum hviðum. Á
höfuðborgarsvæðinu fóru lausir hlutir víða af stað og var leitað til
björgunarsveita um aðstoð upp úr kl. 11. Frá okkur fóru 11 manns á
tveimur bílum til aðstoðar og voru verkefnin af ýmsum toga.

Á meðfylgjandi myndum eru nokkrir félagar FBSR að huga að lausri járnplötu utan á húsi.

 

Leit að spænskum ferðamanni að Fjallabaki

Víðtæk leit var gerð að spænskum manni sem hugðist ganga frá Hrafntinnuskerjum suður að Álftavatni en hafði ekki skilað sér þangað. Hann reyndist hafa gist á Kirkjubæjarklaustri.

Klukkan þrjú að morgni miðvikudagsins 3. ágúst barst útkall frá svæðisstjórn á svæði 1 vegna hjálparbeiðnar frá svæðisstjórn á svæði 17. Þar höfðu björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og nágrenni, auk leitarhunda, verið við leit frá því kvöldinu áður að spænskum ferðamanni sem saknað var. Hann hafði gist í Hrafntinnuskerjum og var búinn að bóka pláss í skálanum við Álftavatn næstu nótt og í Emstrum þar næstu nótt. Þegar hann hafði ekki skilað sér í tíma að Álftavatni var farið að óttast um hann enda veðrið allt annað en ákjósanlegt til göngu, þoka, rigning og 4 stiga hiti. Frá Flugbjörgunarsveitinni fóru tveir bílar með 10 menn til leitar á svæðinu og tveir fulltrúar í svæðisstjórn.

Um 100 björgunarmenn auk þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-SIF voru að kemba svæðið frá Landmannalaugum að Álftavatni og á líklegum stöðum í grennd þegar maðurinn komst í leitirnar austur á Kirkjubæjarklaustri, en þar hafði hann gist þá um nóttina. Í ljós kom að í stað þess að halda áfram að Álftavatni hafði hann ákveðið að breyta ferðaáætlun en upplýsingar um það lágu ekki fyrir.

Leit var því afturkölluð laust upp úr hádegi en Flugbjörgunarsveitin fékk svo það verkefni á heimleiðinni að flytja eldsneytisbíl Landhelgisgæslunnar frá Hvolsvelli til Reykjavíkur.

Leit að spænskum ferðamanni að Fjallabaki

Víðtæk leit var gerð að spænskum manni sem hugðist ganga frá
Hrafntinnuskerjum suður að Álftavatni en hafði ekki skilað sér þangað.
Hann reyndist hafa gist á Kirkjubæjarklaustri.

Klukkan þrjú að morgni miðvikudagsins 3. ágúst barst útkall frá
svæðisstjórn á svæði 1 vegna hjálparbeiðnar frá svæðisstjórn á svæði
17. Þar höfðu björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og nágrenni, auk
leitarhunda, verið við leit frá því kvöldinu áður að spænskum
ferðamanni sem saknað var. Hann hafði gist í Hrafntinnuskerjum og var
búinn að bóka pláss í skálanum við Álftavatn næstu nótt og í Emstrum
þar næstu nótt. Þegar hann hafði ekki skilað sér í tíma að Álftavatni
var farið að óttast um hann enda veðrið allt annað en ákjósanlegt til
göngu, þoka, rigning og 4 stiga hiti. Frá Flugbjörgunarsveitinni fóru
tveir bílar með 10 menn til leitar á svæðinu og tveir fulltrúar í
svæðisstjórn.

Um 100 björgunarmenn auk þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-SIF voru að
kemba svæðið frá Landmannalaugum að Álftavatni og á líklegum stöðum í
grennd þegar maðurinn komst í leitirnar austur á Kirkjubæjarklaustri,
en þar hafði hann gist þá um nóttina. Í ljós kom að í stað þess að
halda áfram að Álftavatni hafði hann ákveðið að breyta ferðaáætlun en
upplýsingar um það lágu ekki fyrir.

Leit var því afturkölluð laust upp úr hádegi en Flugbjörgunarsveitin
fékk svo það verkefni á heimleiðinni að flytja eldsneytisbíl
Landhelgisgæslunnar frá Hvolsvelli til Reykjavíkur.

 

Leit að skútu sem fékk á sig brotsjó

Bresk skúta sendi frá sér neyðarkall í gær þar sem hún hafði fengið á sig brotsjó og óttaðist áhöfnin að leki væri kominn að skútunni.

Vegna þessa var flugvél Landhelgisgæslunnar, TF SYN, kölluð út og fóru þrír aðilar Flugbjörgunarsveitarinnar með í útkíkk. Vel gekk að finna skútuna þar sem hún var stödd innan íslensku efnahagslögsögunnar djúpt suðaustur af landinu. Þrátt fyrir að bæði stýri og seglbúnaður hafi brotnað taldi þriggja manna áhöfn skútunnar að hún gæti gert við skemmdirnar til bráðabirgða og siglt henni áfram til Skotlands. Var því flugvél Landhelgisgæslunnar snúið við.

Leit að skútu sem fékk á sig brotsjó

Bresk skúta sendi frá sér neyðarkall í gær þar sem hún hafði fengið á
sig brotsjó og óttaðist áhöfnin að leki væri kominn að skútunni. 

Vegna
þessa var flugvél Landhelgisgæslunnar, TF SYN, kölluð út og fóru þrír
aðilar Flugbjörgunarsveitarinnar með í útkíkk. Vel gekk að finna
skútuna þar sem hún var stödd innan íslensku efnahagslögsögunnar djúpt
suðaustur af landinu.  Þrátt fyrir að bæði stýri og seglbúnaður hafi
brotnað taldi þriggja manna áhöfn skútunnar að hún gæti gert við
skemmdirnar til bráðabirgða og siglt henni áfram til Skotlands.  Var
því flugvél Landhelgisgæslunnar snúið við. 

Leit í Esjunni

Um hálf tíu leitið í kvöld var óskað eftir aðstoð leitarmanna og
undanfara vegna týnds manns í Esjunni. Fóru 11 manns frá FBSR á tveimur
bílum. Stuttu eftir að bílarnir voru lagðir af stað fannst maðurinn sem
leitað var að.

Landsæfing 2005

Tólf félagar úr FBSR óku hringveginn um helgina 8. til 10. apríl 2005 og komu við á Landsæfingunni á Egilsstöðum.

Lagt var af stað um kl. 18 á föstudeginum og þar sem veðurútlit var betra á Suðurlandinu var sú leið farin, þótt ívið styttra sé í tíma að keyra norðurleiðina. Komið var í barnaskólahúsið á Egilsstöðum um þrjúleytið um nóttina og lagst til hvílu, en ekki lengi þó, því ræs var kl. 4:30. Síðan voru æfingar í hópum þar sem sveitir unnu saman verkefni, yfirleitt tvær til þrjár í einu, víðs vegar um Hérað. FBSR sendi frá sér sjúkrahóp auk fimm nýliða og verkefnin voru í takt við það, hópslys, leit og björgun.

Fyrsta verkefnið var flugslys þar sem ellefu fórnarlömb biðu okkar inni í tómu ræsisröri sem búið var að koma fyrir í malarnámu og síðan tók við blanda af leitar- og sjúkraæfingum allt til um klukkan 16 þegar slúttað var með matarveislu og tilheyrandi í húsi Björgunarsveitarinnar Héraðs.

Planið var að fá að gista aðra nótt á Egilsstöðum en þar sem færðin var mjög góð á laugardeginum en útlit fyrir hálku daginn eftir var ákveðið að bruna beint heim og bílstjórar skiptust á að sofa og keyra. Að þessu sinni var norðurleiðin ekin og þar með var hringvegarakstri lokið um kl. 2:30 aðfararnótt sunnudags.


Garðar birgðastjóri fer yfir dótið áður en haldið er úr húsi.


Svo er ekið af stað þvert yfir landið. Bjössi mundar völinn af stakri natni.


Mætt í skólahúsið á Egilsstöðum þar sem gist var. Jón slakar á.


Mætt við húsnæði Björgunarsveitarinnar Héraðs kl. 5 að morgninum og beðið eftir fyrirmælum.


Fyrsta æfingin var flugslys. Ellefu sjúklingar í röri. Bjargir týndar til og hópstjóri tekur stjórnina.


Rörið sem hrapaði skildi eftir sig stóran gíg. Ekki furða þótt sjúklingarnir voru nokkuð lemstraðir.

 


 

 

 


Vúfferarnir fengu aldeilis að spreyta sig


Við greiningarstöðina. Gert klárt fyrir næsta verkefni.


Steini gerir fórnarlamb bílslyss klárt til flutnings


Vinir okkar í Gæslunni mættir

 


Jón hópstjóri gefir skýrslu um fjölda sjúklinga, ástand og fogangsröðun


Æfingunni lokið. Steini trakterar Kjartan og fleiri félaga með kakóbolla.


Komið í hús all löngu seinna eftir langa keyrslu

 

Smá basl á Mýrdalsjökli

Þann fyrsta apríl 2005 héldu 10 flubbar í ferð á Mýrdalsjökul. Í hópnum voru auk fjögurra ingenginna félaga sex hetjur úr B1. Eftir mikil heilabrot og svefnlausar nætur komust þau í B2 að þeirri niðurstöðu að ferðin væri aprílgabb og harðneituðu að láta hafa sig að fíflum með því að mæta.

Markmiðið var að draga nýliðana á skíðum langleiðina yfir jökulinn frá Sólheimaskála yfir á Mælifellssand og láta þau síðan ganga síðasta spölinn í Strútslaug þar sem yrði farið í bað og gist í tjöldum. Farið skyldi á FBSR 2 (Land Cruiser) og FBSR 9 (Leitner snjóbíl).

Að venju var lagt af stað frá félagsheimil FBSR kl. 20:00 á föstudeginum og stefnan tekin austur á Mýrdalsjökul. Gist var í skála Arcanum manna, sem reka þar þjónustu fyrir ferðamenn sem vilja kynnast því að aka snjósleðum. Það var ræst snemma á laugardegi og hópurinn gerði sig kláran.

Færið var þungt og skyggni 40-50 metrar. Það tók því nokkra stund að komast upp á jökulbrúnina, þótt örstutt væri, en þegar þangað var komið létti verulega til. Færið var mjög þungt fyrir Pál á Tvistinum enda hafði kyngt niður lausamjöll alla nóttina. Hann sneri við eftir nokkra stund og endalaust hjakk og moð enda ekki nokkurt færi fyrir jeppa. Átti það eftir að koma okkur í koll síðar í ferðinni því um kl 17 bilaði snjóbíllinn og var þá ákveðið að tjalda og ætluðu Kjartan og Garðar að reyna að gera við snjóbílinn. Fljótlega kom í ljós að erfitt gæti reynst að gera við.

Nú tóku við ýmsar pælingar í sambandi við framhaldið og meðal þess sem var rætt var að skíðafólk kæmi sér sjálft til baka daginn eftir og snjólbílamenn yrðu sóttir. Allar þessar pælingar fengu snöggan endi þegar það kom í ljós að í tvistinum höfðu verið þrjár púlkur og því var ómögulegt fyrir þrjá í hópnum að koma sínu dóti með. Þar sem veðurspáin gerði ráð fyrir versnandi veðri voru þær pælingar slegnar af. Þegar B1 hafði komið sér fyrir í tjöldum og snjóbílamenn gert hvað þeir gátu til að koma apparatinu í gang kvað Kjartan upp þann úrskurð að ekki væri möguleiki fyrir þá að gera við hann að svo komnu. Eftir nokkur símtöl í SAS (sérfræðingana fyrir sunnan) var ákveðið að leita aðstoðar hjá Helluflubbum og aðstoðuðu þeir okkur við það að koma mönnum og búnaði niður af jöklinum á sunnudeginum. Þó svo að ferðin hafi fengið þennan endi voru allir nillarnir mjög sáttir. Verður að segjast að þeir stóðu sig vel við þessar aðstæður og nú kom það sér vel að hafa farið í ferðina við Hvalvatn fyrir nokkrum vikum síðan, þar sem þau fengu að kynnast því að gista í tjöldum að vetrarlagi. Snjóbíllinn var búinn undir dvölina á jöklinum og liðið skellti sér inn í Högglund bíl FBSH, eða "tvíburrann" eins og sumir í vilja kalla þessi tvöföldu og afbragðsgóðu farartæki.

Það voru þakklátir ferðalangar sem kíktu svo við í kaffi á heimleiðinni hjá félögum okkar á Hellu. Komið var aftur í höfuðborgina um kl. 23 og bílarnir strax gerðir klárir í útkall morguninn eftir, til að leita að týndum brasilískum manni austur í Árnessýslu.

Saga og myndir: Matti og Kjartan