Tólf félagar úr FBSR óku hringveginn um helgina 8. til 10. apríl 2005 og komu við á Landsæfingunni á Egilsstöðum.
Lagt var af stað um kl. 18 á föstudeginum og þar sem veðurútlit var betra á Suðurlandinu var sú leið farin, þótt ívið styttra sé í tíma að keyra norðurleiðina. Komið var í barnaskólahúsið á Egilsstöðum um þrjúleytið um nóttina og lagst til hvílu, en ekki lengi þó, því ræs var kl. 4:30. Síðan voru æfingar í hópum þar sem sveitir unnu saman verkefni, yfirleitt tvær til þrjár í einu, víðs vegar um Hérað. FBSR sendi frá sér sjúkrahóp auk fimm nýliða og verkefnin voru í takt við það, hópslys, leit og björgun.
Fyrsta verkefnið var flugslys þar sem ellefu fórnarlömb biðu okkar inni í tómu ræsisröri sem búið var að koma fyrir í malarnámu og síðan tók við blanda af leitar- og sjúkraæfingum allt til um klukkan 16 þegar slúttað var með matarveislu og tilheyrandi í húsi Björgunarsveitarinnar Héraðs.
Planið var að fá að gista aðra nótt á Egilsstöðum en þar sem færðin var mjög góð á laugardeginum en útlit fyrir hálku daginn eftir var ákveðið að bruna beint heim og bílstjórar skiptust á að sofa og keyra. Að þessu sinni var norðurleiðin ekin og þar með var hringvegarakstri lokið um kl. 2:30 aðfararnótt sunnudags.
Garðar birgðastjóri fer yfir dótið áður en haldið er úr húsi.
Svo er ekið af stað þvert yfir landið. Bjössi mundar völinn af stakri natni.
Mætt í skólahúsið á Egilsstöðum þar sem gist var. Jón slakar á.
Mætt við húsnæði Björgunarsveitarinnar Héraðs kl. 5 að morgninum og beðið eftir fyrirmælum.
![]()
Fyrsta æfingin var flugslys. Ellefu sjúklingar í röri. Bjargir týndar til og hópstjóri tekur stjórnina.
![]()
Rörið sem hrapaði skildi eftir sig stóran gíg. Ekki furða þótt sjúklingarnir voru nokkuð lemstraðir.
![]()
![]()
![]()
![]()
Vúfferarnir fengu aldeilis að spreyta sig
Við greiningarstöðina. Gert klárt fyrir næsta verkefni.
Steini gerir fórnarlamb bílslyss klárt til flutnings
![]()
Vinir okkar í Gæslunni mættir
Jón hópstjóri gefir skýrslu um fjölda sjúklinga, ástand og fogangsröðun
![]()
Æfingunni lokið. Steini trakterar Kjartan og fleiri félaga með kakóbolla.
![]()
Komið í hús all löngu seinna eftir langa keyrslu