Leit að skútu sem fékk á sig brotsjó

Bresk skúta sendi frá sér neyðarkall í gær þar sem hún hafði fengið á sig brotsjó og óttaðist áhöfnin að leki væri kominn að skútunni.

Vegna þessa var flugvél Landhelgisgæslunnar, TF SYN, kölluð út og fóru þrír aðilar Flugbjörgunarsveitarinnar með í útkíkk. Vel gekk að finna skútuna þar sem hún var stödd innan íslensku efnahagslögsögunnar djúpt suðaustur af landinu. Þrátt fyrir að bæði stýri og seglbúnaður hafi brotnað taldi þriggja manna áhöfn skútunnar að hún gæti gert við skemmdirnar til bráðabirgða og siglt henni áfram til Skotlands. Var því flugvél Landhelgisgæslunnar snúið við.

Skildu eftir svar