Kynning á sviðum sveitarinnar

Þann 20. júní klukkan 19:00 er öllum sem vilja boðið á kynningu sviðsstjóra í sal FBSR.

Sviðsstjóri/fulltrúi hvers sviðs mun kynna starf sinnar einingar og bjóða þá sem vilja koma til starfa velkomna.

Kynningin er fyrir alla meðlimi FBSR hvort sem um er að ræða nýinngengna félaga eða eldri kempur sem vilja koma aftur til starfa eða þá sem vilja bæta við sig sviðum til að starfa á. Kynningin hefst klukkan 19:00 og við hendum einhverju á grillið á eftir.

Endilega komdu og sjáðu hvaða fjölbreyttu starfssemi FBSR hefur upp á að bjóða handa þér.