Ferð á Snæfellsnes

Nokkrir nýgerðir Flubbar stefna á Snæfellsnesið á morgun laugardag 28. maí. Áætluð mæting í hús er 8.00 þaðan sem við brunum að Snæfellsjökli, töltum upp og rennum okkur niður (stiga sleðar og skíði velkomin). Þaðan verður stefnan tekin að Kirkjufelli við Grundarfjörð, brölt upp og niður (fínt að taka hjálma með). Farið verður á Strumpastrætó og einkabílum. Allir skemmtilegir Flubbar velkomnir.