Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Aðalfundur FBSR

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 30. maí á Flugvallarveginum og hefst hann kl. 20:00.

Kvennadeildin sér um bakkelsið.

Að loknum aðalfundi verður til sýnis Ford F150, sem er langt kominn í breytingum fyrir FBSR.

Dagskrá aðalfundar sbr. lög FBSR.

  1. Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
  4. Inntaka nýrra félaga.
  5. Lagabreytingar.
  6. Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði.
  7. Kosning stjórnar.
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd.
  10. Önnur mál.

Ágrip úr sögu FBSR

Í tilefni af 70 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík hafa nú verið birt nokkur söguágrip hér á vefsíðunni. Auk þess að fara í gegnum söguna eru ágrip um frumkvöðlastarf í fjarskiptum og sagt frá fyrsta leitarhundi landsins, sem var í eigu FBSR. Þá er þar yfirlit yfir húsnæðissögu sveitarinnar, starf Kvennadeildar FBS og tekin staðan á árinu 2020.

Hægt er nálgast söguyfirlitin í valmyndinni undir „FBSR í 70 ár“.

Nýtt fólk!

Á aðalfundi FBSR síðastliðinn laugardag gengu 18 manns í sveitina eftir tveggja „skólaára“ þjálfun. Hér má sjá hluta hópsins ásamt þjálfurum þeirra. Þetta öfluga fólk er þegar farið að láta mikið til sín taka í starfi sveitarinnar og útköllum.

Aðalfundur FBSR 25. maí

Aðalfundur FBSR verður haldinn 25. maí nk. og hefst hann kl. 12:00.

Dagskrá aðalfundar:
1. Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
4. Inntaka nýrra félaga.
5. Lagabreytingar ef þeirra er getið í fundarboði
6. Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði.
7. Kosning stjórnar
8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd
10. Önnur má

Í hléi býður Kvennadeild FBSR upp á kaffiveitingar og kosta þær 2.000kr. Greiða þarf fyrir með seðlum.

17 nýir félagar og endurnýjun í stjórn

Í gær fór fram aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Sautján nýir félagar gengu inn í sveitina á fundinum, en þau hafa nýlokið við tveggja ára þjálfun. Þá varð talsverð endurnýjun í stjórn, en fjórir af sjö stjórnarmönnum létu af embætti og voru nýir einstaklingar kosnir í stað þeirra.

Á fundinum fór formaður yfir skýrslu stjórnar og Sveinn Hákon renndi yfir tölfræði útkalla ársins. Þá fór gjaldkeri yfir ársreikninga sem voru samþykkir.

Þau sautján sem gengu inn í ár eru eftirfarandi; Anton Aðalsteinsson
, Atli Freyr Friðbjörnsson, Bergljót Bára Sæmundardóttir, Elín Harpa Valgeirsdóttir, Eysteinn Hjálmarsson, Eyvindur Þorsteinsson, Haraldur Þorvaldsson
, Hulda Lilja Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, Ingvar Hlynsson
, Lilja Guðrún Jóhannsdóttir, Magnús Þór Gunnarsson, Ólöf Pálsdóttir
, Reynir Snær Valdimarsson, Stígur Zoega
, Sturla Hrafn Sólveigarson og Ævar Ómarsson. Við inngöngu upplýstu þau um markmið sitt til þátttöku í starfi við að bæta sveitina.20160525_212653

Að venju sá kvennadeildin um kaffiveitingar í hléi og er þeir þakkað kærlega fyrir það. Eftir hlé  voruvoru samþykktar tvær lagabreytingar samhljóða sem kynntar voru í fundarboði.

Jóhannes Ingi Kolbeinsson var endurkosinn sem formaður FBSR á ný, en þetta er fjórða ár hans í því embætti. Var hann einn í framboði.

Þau Kristbjörg Pálsdóttir, Björn Víkingur Ágústsson, Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir og Þorsteinn Ásgrímsson ákváðu að gefa ekki kost á sér áfram til stjórnarsetu. Margrét Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Arnar Ástvaldsson voru endurkjörin, en auk þeirra tóku þau Egill Júlíusson, Lilja Steinunn Jónsdóttir, Sveinbjörn J. Tryggvason og Ólöf Pálsdóttir, sæti í stjórninni.

Aðalfundarboð 2016

Kæru félagar.Aðalfundur FBSR verður haldinn miðvikudaginn 25. maí 2016 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fundinn og ber fram tillögu um fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
  4. Inntaka nýrra félaga.
  5. Hlé
  6. Lagabreytingar
  7. Kosning stjórnar
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd
  10. Önnur mál

Í hléi býður Kvennadeild FBSR upp á kaffiveitingar og kosta þær 2.000 kr. Greiða þarf fyrir með peningum.Breytingartillögur á lögum Flugbjörgunarsveitarinnar í ReykjavíkTvær tillögur að lagabreytingum bárust frá stjórn FBSR:

  • Við 16. gr. bætist: Allar lántökur félagsins umfram 5 mkr. skulu samþykktar á félagsfundi með meirihluta atkvæða. Stjórn félagsins er þó heimilt að stofna til viðskiptaskulda umfram 5 mkr. þegar um er að ræða innkaup vegna fjáraflana félagsins.
  • Breyting á 10. gr. í stað „janúarlok“ kemur „fyrir lok febrúar“. Setningin hljómar því þannig: Stjórn skal ákveða og auglýsa dagsetningu aðalfundar fyrir lok febrúar ár hvert.

Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.Stjórnin.

Útkallsæfing B2 – síðustu æfingar fyrir inngöngu

Á mánudagskvöldið mættu B2-liðar sem eru að klára tveggja ára þjálfun sína á útkallsæfingu í boði heimastjórnar. Ásdís og Haukur Elís fóru þar yfir allskonar atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur að kallinu, hvað þurfi að hafa í pokanum, hvernig eigi að græja sig fyrir mismunandi aðstæður og annað mikilvægt sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað úr húsi.

Þá var farið yfir hlutverk heimastjórnar og þau tæki sem hópurinn hefur yfir að búa sem gagnast til að bæta útkallshæfni sveitarinnar og halda utan um allskonar upplýsingar í tengslum við útköll.

20160502_203919

Ásdís predikar helstu atriðin sem þarf að hafa í huga áður en haldið er úr húsi.

Að lokum voru haldnar þrjár stuttar verklegar útkallsæfingar sem skila sér vonandi í enn flottari hóp þegar kemur að næstu útköllum. Til aðstoðar á æfingunni voru þeir Eyþór Kári, Hákon og Þorsteinn.

Heimsókn Slysavarnardeildarinnar í Reykjavík

Félagar úr Slysavarnardeildinni í Reykjavík kíktu í heimsókn til FBSR síðasta föstudag og fengu afnot af sal félagsins til að halda fund Slysavarnardeildarinnar. Þótti fundurinn takast vel, en um 30 félagar mættu og héldu sannkallaða veislu.

Þá fengu félagar í Slysavarnardeildinni stuttan túr um húsnæði FBSR þar sem aðstaða, tæki og tól voru kynnt. FBSR þakkar Slysavarnardeildinni fyrir komuna.

2016-04-29 20.33.00

2016-04-29 17.43.11