Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

14 manns gengu inn á aðalfundi FBSR 2024. Hér má sjá hópinn ásamt nýliðaþjálfurum.

Aðalfundur 2024

Aðalfundur FBSR fór fram þriðjudagskvöldið 28. maí síðastliðinn þar sem 14 manns gengu inn í sveitina eftir 2ja ára nýliðaþjálfun.

Eftirfarandi kosningar í stöður innan FBSR fóru fram á aðalfundi:

Kosning stjórnar:
Formaður: Magnús Viðar Sigurðsson (endurkjörinn)
Varaformaður: Erla Rún Guðmundsdóttir (er á miðju kjörtímabili)
Gjaldkeri: Ingvi Stígsson (endurkjörinn)
Meðstjórnandi: Eyþór Kári Eðvaldsson kosinn til 2ja ára
Meðstjórnandi: Stefán Már Ágústsson kosinn til 2ja ára
Meðstjórnendur sem eru á miðju kjörtímabili eru Anna Finnbogadóttir og Þóra Margrét Ólafsdóttir.

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga:
Haukur Eggertsson og Birgir Valdimarsson.

Kosning tveggja í uppstillingarnefnd:
Þorsteinn Ásgrímsson og Ragna Lára Ellertsdóttir.

Kosning tveggja trúnaðarmanna:
Bjarney Haraldsdóttir og Áslaug Þórsdóttir

Kosning í siðanefnd til tveggja ára:
Agnes Svansdóttir og Anna Marín Þórsdóttir.

Ljósmynd: Jón Svavarsson.

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík 2024

Kæru félagar,

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 28. maí á Flugvallarvegi 7 og hefst fundurinn kl. 20:00.

Formaður FBSR ásamt aðstoðarfólki mun grilla pylsur frá kl. 19:00. Kaffi og með því í hléinu (Endilega skráið ykkur á D4H til að vita fjöldann).

Samkvæmt lögum FBSR skal á þessum fundi kjósa formann, gjaldkera og tvo meðstjórnendur auk eins félaga í siðanefnd, tveggja til skoðunarmanna reikninga, tveggja í uppstillingarnefnd og tvo trúnaðarmenn nú í ár. Hægt er að hafa samband við uppstillingarnefnd FBSR vilji fólk bjóða sig fram í embætti en einnig má bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Í uppstillingarnefnd eru Þorsteinn Ásgrímsson og Ragna Lára Ellertsdóttir. 

Dagskrá aðalfundar, sbr. lög FBSR:

1. Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.

2. Fundarritari fer yfir helstu mál frá síðasta aðalfundi og athugasemdir ef einhverjar eru.

3. Skýrsla stjórnar.

4. Ársreikningur lagður fram til samþykktar.

5. Inntaka nýrra félaga.

Hlé.

6. Lagabreytingar (engar tillögur bárust).

7. Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði (ein tillaga barst, sjá neðar).

8. Kosning stjórnar.

9. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

10. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd.

11. Kosning tveggja trúnaðarmanna sem starfa skulu sjálfstætt.

12. Kosning eins félaga í siðanefnd til tveggja ára og stjórn kynnir val sitt á oddamanni (félagi eða utan sveitar). 

13. Önnur mál.

Tillögur sem hafa borist og verða bornar undir atkvæði:
Ein tillaga barst. Hún varðar framtíð húsnæðismála sveitarinnar og byggir á niðurstöðum könnunar sem lögð var fyrir félaga á Innri síðu fyrr í mánuðinum. Niðurstöður könnunarinnar voru afgerandi og benda til þess að mikill meirihluti félaga vill að farið verði í stækkun húsnæðisins. Niðurstöður verða kynntar nánar á fundinum og eftirfarandi tillaga borin upp til atkvæðagreiðslu.

 „Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík 2024 samþykkir að ráðist verði í stækkun á húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg 7. Stjórn FBSR er falið að vinna að stækkuninni.“

Kynning húsnæðisnefndar frá því í mars sl. má finna inni á D4H.

Endilega skráið ykkur á fundinn á D4H til að auðvelda skipulagningu.

Hundaflokkur að standa sig vel

Í allskonar veðri og mismiklum vindi voru fjögur hundateymi frá FBSR á árlegu 5 daga námskeiði/úttekt Björgunahundasveit Íslands á snjóflóðahundum, í þetta sinn á Mýrdalsjökli. Uppskeran var aldeilis stórfín. Í A snjóflóðateymis-hópinn (sem er efsta gráða) bættust Lúna&Ármann og Norður&Gabríela til viðbótar við að Mirra&Þóra tóku sitt annað A-endurmat í snjóflóðum.

Þóra & Mirra

Staðan hjá FBSR er þá að við höfum nú þrjú A snjóflóðaleitarhundateymi og þrjú víðavangsleitarhundateymi (eitt A+tvö B).

Gabriela & Norður
Ármann & Lúna
Þórdís & Týra

Þinn stuðningur skiptir máli

Þú getur hjálpað Flugbjörgunarsveitinnni að viðhalda þeim búnaði og þjálfun sem þarf til að halda úti öflugri björgunarsveit.

Til að styrkja sveitina er m.a. hægt að gerast Traustur félagi, senda heilla- eða minningarkort til styrktar sveitinni eða leggja beint inná bankareikning sveitarinnar. Eins er hægt að styrkja með greiðslukorti á vef LandsbjargarBakverðir Landsbjargar styrkja allar björgunarsveitir landsins.

Bankareikingur

FLUGBJÖRGUNARSVEITIN REYKJAVÍK
Kennitala:550169-6149
Banki:0513-04-251892

Framlög eru frádráttarbær frá skatti

Fjárframlög einstaklinga til Flugbjörgunarsveitarinnar eru frádráttabær frá skatti (Sbr. 7. tölul. A-liður 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.) Á það við hvort sem um er að ræða einstakar gjafir til félagsins eða reglulegan stuðning Traustra félaga.

Styrktaraðilinn þarf ekkert að aðhafast. Flugbjörgunarsveitin kemur upplýsingum um frádráttabæra styrki (kaup á vöru og þjónustu skapa ekki rétt til frádráttar) til Skattsins og við það lækkar skattstofn styrktaraðilans á viðkomandi almanaksári. Afslátturinn nemur tekjuskatthlutfalli þess sem veitir styrkinn en hlutfallið er breytilegt eftir tekjum. Styrkveitingar koma því fram á skattframtali hvers og eins.

Einstaklingar geta fengið skattaafsláttinn þegar samanlögð styrkupphæð til félaga á almannaheillaskrá Skattsins er á bilinu 10.000 (lágmark) til 350.000 krónur (hámark) á almanaksári. Nánari upplýsingar má finna á skatturinn.is.

Spurningar um nýliðastarf?

Nýliðastarfið hefst nú í vikunni og verður fyrsti göngutúr 31. ágúst / 1. sept. (val um dag). Fyrsta eiginlega námskeið hefst mánudagskvöldið 5. sept. Ef þú vilt vera með eða hefur spurningar um nýliðastarfið, hafðu þá samband við nýliðaþjálfarana með því að senda póst á nylidar2022<hjá>fbsr.is

Aðalfundur FBSR

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 30. maí á Flugvallarveginum og hefst hann kl. 20:00.

Kvennadeildin sér um bakkelsið.

Að loknum aðalfundi verður til sýnis Ford F150, sem er langt kominn í breytingum fyrir FBSR.

Dagskrá aðalfundar sbr. lög FBSR.

  1. Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
  4. Inntaka nýrra félaga.
  5. Lagabreytingar.
  6. Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði.
  7. Kosning stjórnar.
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd.
  10. Önnur mál.

Ágrip úr sögu FBSR

Í tilefni af 70 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík hafa nú verið birt nokkur söguágrip hér á vefsíðunni. Auk þess að fara í gegnum söguna eru ágrip um frumkvöðlastarf í fjarskiptum og sagt frá fyrsta leitarhundi landsins, sem var í eigu FBSR. Þá er þar yfirlit yfir húsnæðissögu sveitarinnar, starf Kvennadeildar FBS og tekin staðan á árinu 2020.

Hægt er nálgast söguyfirlitin í valmyndinni undir „FBSR í 70 ár“.