Kynning á nýliðaþjálfun Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík verður haldin kl. 20:00 þann 25. ágúst og endurtekin kl. 20:00 þann 26. ágúst.
Kynningin verður í húsnæði FBSR að Flugvallarvegi 7.
- Skráningareyðublað
- Drög að dagskrá nýliðaþjálfunar 2025-2026
- Netfang nýliðaþjálfara: [email protected]
- Netfang nýliðaráðs: [email protected]
Þau sem hyggjast skrá sig í nýliðaþjálfun eru hvött til að mæta í Esjugöngu föstudaginn 29. ágúst klukkan 19:00 eða laugardaginn 30. ágúst klukkan 14:00.
Þar er hægt að hitta þjálfara og fá tilfinningu fyrir því sem koma skal.
Mæting er við Esjustofu 15 mínútum fyrir tímann, lagt verður stundvíslega af stað.
Þjálfunin tekur tvo vetur, september-maí 2025-2027. Nýliðar læra á þeim tíma að bjarga sjálfum sér og öðrum við ýmsar aðstæður. Meðal námsgreina eru ferðamennska, rötun, GPS, fyrsta hjálp, fjarskipti, fjallamennska, fjallabjörgun, snjóflóð, straumvatnsbjörgun, leitartækni og fleira. Að auki taka nýliðar virkan þátt í ýmsu öðru starfi sveitarinnar, svo sem fjáröflunum.
Kíkið í heimsókn ef þið hafið áhuga á fjölbreyttu og gefandi starfi með björgunarsveit!
Aldurstakmark er 18 ár.